Belgískar kanilvöfflur með heitri súkkulaðisósu

mbl.is/Dessert for Breakfast

Vöffl­ur lifa góðu lífið í hjört­um lands­manna sem verða sí­fellt æv­in­týra­gjarn­ari þrátt fyr­ir að gamla góða vaffl­an með sultu og rjóma standi alltaf fyr­ir sínu. Þessi upp­skrift er að belg­ískri vöfflu en það er ekk­ert sem seg­ir að ekki sé hægt að gera hana í hefðubundnu vöfflu­járni.

Hún inni­held­ur bæði kanil og app­el­sínusafa sem er ákaf­lega skemmti­legt til­brigði verður að segj­ast. Við hvetj­um ykk­ur til að vera æv­in­týra­gjörn og endi­lega gefa upp­skrift­inni stjörn­ur eft­ir að þið prófið þannig að við vit­um hvað ykk­ur finnst.

Þetta eru rosalegar vöfflur.
Þetta eru rosa­leg­ar vöffl­ur. mbl.is/​Dess­ert for Break­fast

Belgískar kanilvöfflur með heitri súkkulaðisósu

Vista Prenta
Prenta
Belg­ísk­ar kanil­vöffl­ur með heitri súkkulaðisósu
  • 250 ml mjólk, við stofu­hita
  • 6 msk smjör, bráðið
  • 3 msk hun­ang
  • 3/​4 tsk salt
  • 1 tsk vanillu­drop­ar
  • 2 egg
  • 2 boll­ar hveiti
  • 1 msk kanil­duft
  • 120 ml fersk­ur (helst nýkreyst­ur) app­el­sínusafi, við stofu­hita
  • 1 1/​2 tsk ger
  • perlu­syk­ur - val­frjálst

Aðferð:

  1. Hrærið öll­um hrá­efn­un­um (nema perlu­sykri) sam­an í stóra skál sem býður upp á rými til hef­ing­ar.
  2. Setjið plast­filmu eða visku­stykki yfir og láti standa á hlýj­um stað í klukku­stund.
  3. Hitið vöfflu­járnið og smyrjið. Bakið vöffl­urn­ar - hver vaffla ætti að þurfa 4-6 mín­út­ur.
  4. Berið strax fram með með súkkulaðisós­unni (og perlu­sykr­in­um ef þið notið hann).


Heit súkkulaðisósa

  • 1/​2 bolli syk­ur
  • 1/​4 bolli kakó
  • 70 g dökkt súkkulaði, saxað
  • 60 g smjör
  • 60 ml rjómi
  • 60 ml mjólk

Aðferð:

  1. Pískið sam­an sykri og kakó og leggið til hiðar.
  2. Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði.
  3. Hitið rjómann og mjólk­ina og þegar hit­inn er orðinn sæmi­leg­ur skal setja syk­ur- og kakóblönd­una sam­an við og hræra vel þar til syk­ur­inn er upp­leyst­ur. Passið að bland­an sjóði ekki.
  4. Þegar súkkulaðið og smjörið er bráðið skal hella því út í skál­ina með mjólk­inni og kakó­inu. Pískið í 2-3 mín­út­ur eða þar til sós­an er far­in að þykkna ögn. Setjið í hitaþolið ílát og látið kólna.
Appelsínurnar gera mikið fyrir bragðið enda óvenjulegt að fá vöfflur …
App­el­sín­urn­ar gera mikið fyr­ir bragðið enda óvenju­legt að fá vöffl­ur með app­el­sínu­bragði. mbl.is/​Dess­ert for Break­fast
Appelsínur eru fullar af c-vítamíni.
App­el­sín­ur eru full­ar af c-víta­míni. mbl.is/​Dess­ert for Break­fast
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert