Inga Rún Sigurðardóttir
Rabarbara er auðvelt að rækta í görðum og er þetta gjöful planta. Margir kunna að meta sultur úr honum en ekki má gleyma því að hann er dásamlegur í ýmiss konar eftirrétti, ekki síst þegar hann er paraður með sætari ávöxtum, súkkulaði eða kryddum.
Það er enginn annar en Albert Eiríksson sem á þessa uppskrift að rabarbarapæi en nú fer hver að verða síðastur að fara út í garð og tína.
Aðferð:
Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild. Stráið berjum, súkkulaði og marsipani yfir.
Bræðið smjör í potti, bætið út í þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170°C í 25-30 mín. eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.