Galdurinn á bak við heimsins bestu vöfflur

Sigti og buttermilk eru galdurinn en nota má súrmjólk í …
Sigti og buttermilk eru galdurinn en nota má súrmjólk í staðinn. mbl.is/Berglind Hreiðars

Berg­lind Hreiðars­dótt­ir, smjörkrems­díva á gotteri.is, hef­ur fundið gald­ur­inn á bak við full­komn­ar vöffl­ur.  „Ég verð að segja að þetta voru bestu vöffl­ur sem ég hef smakkað! Ég held að gald­ur­inn liggi ann­ars veg­ar í „buttermilk“ og hins veg­ar í sigt­un á hveiti því svona silkimjúkt deig hef ég ekki áður aug­um litið.“

Galdurinn á bak við heimsins bestu vöfflur

Vista Prenta

Heims­ins bestu vöffl­ur

  • 5 egg
  • 225 gr. syk­ur
  • 720 ml mjólk
  • 180 ml „buttermilk“
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • 140 gr. bráðið smjör
  • 570 gr. hveiti
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. salt

Þeytið sam­an syk­ur og egg þar til létt og ljóst.
Bætið því næst mjólk, „buttermilk“, vanillu­drop­um og bræddu smjöri sam­an við. Til þess að út­búa buttermilk er mjólk hellt í skál og 1-2 tsk. sítr­ónusafi sett­ar sam­an við og látið standa í um 5 mín­út­ur.
Sigtið hveitið og blandið því ásamt lyfti­dufti og salti var­lega sam­an við blönd­una.
Þetta voru al­veg um 25+ vöffl­ur og dugði vel fyr­ir tvær stór­ar fjöl­skyld­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert