Berglind Hreiðarsdóttir, smjörkremsdíva á gotteri.is, hefur fundið galdurinn á bak við fullkomnar vöfflur. „Ég verð að segja að þetta voru bestu vöfflur sem ég hef smakkað! Ég held að galdurinn liggi annars vegar í „buttermilk“ og hins vegar í sigtun á hveiti því svona silkimjúkt deig hef ég ekki áður augum litið.“
Heimsins bestu vöfflur
- 5 egg
- 225 gr. sykur
- 720 ml mjólk
- 180 ml „buttermilk“
- 2 tsk. vanilludropar
- 140 gr. bráðið smjör
- 570 gr. hveiti
- 1 tsk. lyftiduft
- 1 tsk. salt
Þeytið saman sykur og egg þar til létt og ljóst.
Bætið því næst mjólk, „buttermilk“, vanilludropum og bræddu smjöri saman við. Til þess að útbúa buttermilk er mjólk hellt í skál og 1-2 tsk. sítrónusafi settar saman við og látið standa í um 5 mínútur.
Sigtið hveitið og blandið því ásamt lyftidufti og salti varlega saman við blönduna.
Þetta voru alveg um 25+ vöfflur og dugði vel fyrir tvær stórar fjölskyldur.