Stundum nennir maður varla að opna augun, hvað þá elda ofurhollan mat. En þá er nú gott að finna leiðir sem stytta lífið og hér er ein ansi góð og útkoman var alveg hreint gómsæt. Styttingin felst í því að elda nokkra skammta í einu og frysta!
Kjúklingabaunirnar gera súpuna próteinríka og blómkálið er stútfullt af hollustu eins og t.d. C-vítamíni.
500 g blómkál, í grófum bitum
200 g kartöflur, í grófum bitum (hýðið má vera á sé það fallegt)
1 dós kjúklingabaunir (helst lífrænar)
1,5 l vatn
2 msk. lífrænn grænmetiskraftur
1 laukur
1 lúka ferskt krydd eða grænkál ef vill
Smjör
50-100 ml rjómi
Salt
Pipar
Takið utan af lauknum og skerið í grófa bita. Setjið í pott ásamt kartöflum og blómkáli.
Sjóðið uns mjúkt. Hellið þá vatninu af og setjið 2 msk. af smjöri í pottinn og steikið við háan hita í nokkrar mínútur svo bitarnir brúnist. Hellið þá vatninu út á og lækkið undir. Því næst fer krafturinn. Látið malla í 15 mínútur.
Þá fara kjúklingabaunirnar (án vökvans) út í og ferskt krydd eins og steinselja, kóríander, basilíka eða grænkál. Því næst fer rjóminn út í og allt er maukað með töfrasprota. Saltið og piprið eftir smekk. Gott er að toppa súpuna með fersku kryddi og bera hana fram með súrdeigsbrauði.
Blómkálið fæst víða nýupptekið og fagurt.
mbl.is/islenskt.is