Eldaði 80 manna paellu fyrir ástina sína

Paellan lítur einstaklega girnilega út.
Paellan lítur einstaklega girnilega út. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
Lækn­ir­inn í eld­hús­inu, Ragn­ar Freyr Ingvars­son, bauð á dög­un­um til stór­veislu í til­efni af fer­tugsaf­mæli eig­in­konu sinn­ar, Snæ­dís­ar Evu. Á gestalit­an­um voru 80 manns og að sjálf­sögðu sá Ragn­ar um veit­ing­arn­ar. Hér gef­ur að líta hans eig­in frá­sögn af gangi mála:
„Þetta er auðvitað ekki klass­ísk upp­skrift - en það eru auðvitað til marg­ir út­gáf­ur af þess­ari paellu. Oft­ast er þó notuð chorizo-pylsa sem ég fann ekki - og notaði því bei­kon í stað þess. 
Tvær dúnd­ur paell­ur - Paella Islandia og Paella Valenciana - og foccacia í til­efni fer­tugsaf­mæl­is ástar­inn­ar minn­ar.“

Eldaði 80 manna paellu fyrir ástina sína

Vista Prenta
Paella Islandia
Fyr­ir 50 
  • 5 kg hrís­grjón (ég notaði sus­hi grjón sem ég hafði skolað vel og vand­lega)
  • 4 lamba­frampart­ar
  • 4 msk. yfir holt og heiðar (krydd­blanda merkt mér)
  • 1,5 kg rauðvínssalami frá SS
  • 1,5 kg svepp­ir
  • 8 paprik­ur (blandaðir lit­ir)
  • 5 sell­e­rís­stang­ir
  • 8 gul­ræt­ur
  • 2 rauðir lauk­ar
  • 1 heill hvít­lauk­ur
  • 8 l kjúk­linga­soð
  • 2 l lamba­soð
  • 250 g smjör
  • 100 ml jóm­frúarol­ía
  • salt og pip­ar
  • 3-4 hand­fyll­ir blandaðar kryd­d­jurtir (basil, stein­selja)
Paella Valenciana
Fyr­ir 40 
  • 4 kg hrís­grjón
  • 1 kg bei­kon
  • 3 kg kjúk­ling­ur (legg­ir og læri)
  • 8 l kjúk­linga­soð
  • 8 paprik­ur (blandaðir lit­ir)
  • 3 púrru­lauk­ar
  • 5 sell­e­rís­stang­ir
  • 8 gul­ræt­ur
  • 2 rauðir lauk­ar
  • 1 heill hvít­lauk­ur
  • 1 g saffr­an
  • 1,5 kg kræk­ling­ur
  • 1,5 kg ris­arækj­ur
  • 6 sítr­ón­ur
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Ég þurfti að fá liðsauka í all­an skurðinn - lauk­ur, sell­e­rí, gul­ræt­ur og hvít­lauk­ur, allt hakkað niður og sett í skál­ar. 
  2. Ég ákvað að nota rauðvínssalami í „ís­lensku“ paell­una - þetta er bragðmik­il pylsa með rauðvín­skeim sem er ljúf­feng bara niður­skor­in - en er líka fantagóð steikt.
  3. Ég pantaði fjóra framparta en hann er eig­in­lega minn upp­á­halds­biti - mér finnst hann al­veg dá­sam­leg­ur lang­eldaður - kjötið er vel fitu­ríkt og það trygg­ir líka að lamba­bragðið skili sér.
  4. Svo var bara að skerpa hníf­ana og bretta upp erm­arn­ar og byrja að skera kjötið frá bein­un­um. Og það er miklu auðveld­ara en marg­ir myndu kannski halda. Bara að elta beinið með beitt­um hnífsodd­in­um.
  5. Svo þarf að reyna að hreinsa kjötið af bein­un­um eins og vel og maður get­ur. Bein­in er gott að geyma til að nota t.d. í lamba­soð. Eða bara til að velta upp úr smá olíu, salta og pipra og rista í blúss­heit­um ofni þangað til að það hef­ur brún­ast. Og svo er bara að naga beinið!
  6. Það næst fullt af kjöti af ein­um framparti - bara að halda áfram þangað til all­ir fjór­ir eru komn­ir. 
  7. Fyr­ir ís­lensku paell­una bræddi ég smjör á pönn­unni og svo kar­mell­isseruðum við svepp­ina í um 20 mín­út­ur. Gætið þess að salta og pipra. Síðan voru þeir sett­ir til hliðar.
  8. Næst var að krydda lambið með salti og pip­ar og svo þess­ari ljúf­fengu blöndu sem ég, Ólöf og Omry hjá Krydd- og tehús­inu erum að gera sam­an.
  9. Næst er að brúna lambið að utan - og setja svo til hliðar. 
  10. Fyr­ir Paella Valenciana byrjaði ég á því að steikja bei­kon í nóg af jóm­frúarol­íu og setja svo til hliðar.
  11. Næst var að brúna kjúk­ling­inn að utan vand­lega. Auðvitað þarf að salta hann og pipra.
  12. Rétt fyr­ir klukk­an fjög­ur barst mér liðsauki. Kunn­ingi minn Þorkell Harðar­son lánaði mér paellupönn­una sína sem er 90 cm í þver­mál - það er sko hægt að elda á henni!
  13. Fyr­ir þá ís­lensku byrjaði ég á því að brúna niður­skorna pyls­una vand­lega.
  14. Þá var að steikja allt græn­metið - fyrst lauk­inn, hvít­lauk, sell­e­rí, gul­ræt­ur og púrru þangað til það var mjúkt og ilm­andi.
  15. Næst voru það paprik­urn­ar - það er bara eitt­hvað sem gleður mann við að sjá alla þessa liti.
  16. Gerði það sama á stóru pönn­unni, nema hvað ég sleppti púrr­unni. 
    Svo ýtti ég öllu græn­met­inu út í jaðrana. Setti svo hrís­grjón­in á pönn­una.
  17. Og svo er bara að blanda.
  18. Blanda svo lamb­inu, svepp­un­um og pyls­un­um sam­an við ís­lensku paell­una.
  19. Fyr­ir þá spænsku setti ég kjúk­ling­inn, bei­konið og svo saffranið sam­an við auk 8 lítra af kjúk­linga­soði.
  20. Stóra pann­an tók vand­ræðalaust við 10 l af soði.
  21. Í þá spænsku bætti ég svo kræk­lingi sem ég fékk fersk­an. Og svo ris­arækj­um og sítr­ón­um.
  22. Því næst bætti ég við fullt af fersk­um smátt söxuðum kryd­d­jurt­um - basil, stein­selju og fersku or­egano.
Foccacia brauðið heppnaðist vel.
Foccacia brauðið heppnaðist vel. mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son

Prenta
Foccacia-brauð
  • 700 g hveiti
  • 400 ml vatn 
  • 12 g in­st­ant­ger
  • 30 g salt
  • 2 msk. hun­ang
  • 2 msk. jóm­frúarol­ía
  • hand­fylli fersk­ir kirsu­berjatóm­at­ar
  • nokkr­ir sprot­ar af rós­maríni
  • 4-5 msk. hvít­lauk­sol­ía
  • salt og pip­ar
Aðferð:
  1. Setjið öll þur­refni í skál og blandið sam­an.
  2. Fáið svo ákveðna fimm ára stúlku til að hella vatni og olíu sam­an við. Hnoðið sam­an í 10 mín­út­ur og færið svo yfir í aðra skál, smurða með olíu og hyljið með viska­stykki og látið hef­ast í tvær til þrjár klukku­stund­ir.
  3. Smyrjið eld­fast mót með jóm­frúarol­íu (eða hvít­lauk­sol­íu) og fletjið svo deigið út vand­lega.
  4. Penslið deigið með hvít­lauk­sol­íu, búið til svona litla bolla í deigið með fingr­un­um þar sem hvít­lauk­solí­an get­ur safn­ast sam­an, troðið fersk­um kirsu­berjatómöt­um í sum göt­in og dreifið svo rós­marín­grein­um yfir. Saltið og piprið.
  5. Látið brauðið svo hef­ast aft­ur í 45 mín­út­ur. Bakið svo í 200 gráða heit­um ofni í 25 mín­út­ur. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert