Djúsí borgari frá Júlíu

Fallegur og hollur.
Fallegur og hollur. mbl.is/Júlía Magnúsdóttir

Júlía markþjálfi hef­ur breytt lífi fjölda manns með ráðlegg­ing­um sín­um um mat­ar­ræði og lífstíl. Þessa dag­ana fer Júlía að hefja fjög­urra mánaða þjálf­un sem ber neitið Nýtt líf - ný þú Nýtt líf og Ný þú þjálf­un þar sem hún hjálp­ar fólki sem á ann­ríkt að breyta um lífs­stíl til hins betra og fá meiri orku. Seg­ir hún lyk­il­inn í breytt­um lífs­stíl vera að taka aðeins skref fyr­ir skref og passa að mataræðið sé fljót­legt og seðji bragðlauk­ana. Geta áhuga­sam­ir sótt upp­lýs­ing­ar um nám­skeið Júlíu og lært um helstu fæðu sem hún mæl­ir með fyr­ir meiri orku og minni syk­ur­löng­un ásamt upp­skrift­um í ókeyp­is leiðar­vísi sem hægt er að nálg­ast hér

Um þessa girni­legu upp­skrift seg­ir Júlía:

„Um dag­inn fékk ég svo svaka­lega löng­un í burger og kokteilsósu að ég ákvað ég að gera smá til­raun og bjó til holla „kokteilsósu“. Ég verð bara að segja að ég varð sko ekki svik­in! Fyr­ir bestu út­kom­una reynið að velja breið og flott eggald­in! Hann er sann­ar­lega rausn­ar­leg­ur og eitt­hvað sem all­ir sæl­ker­ar kunna vel að meta.

Syndsamlega girnilegur borgari.
Synd­sam­lega girni­leg­ur borg­ari. mbl.is/​Júlía Magnús­dótt­ir

 

Djúsí borgari frá Júlíu

Vista Prenta

Djúsí veg­an burger með „kokteilsósu“ og sæt­kart­öflu­frönsk­um

Egggald­in (brauðið)

1 tsk. Eðal­krydd frá potta­göld­um

1 tsk. ólífu­olía

2-4 svepp­ir (kjötið)

1 tsk. bal­sa­mik-edik

1 tsk. ólífu­olía

1/​2 tsk. hlyns­íróp/​kó­kospálm­a­nekt­ar

1 tóm­atsneið

rauðlauk­ur skor­inn í hringi

rauð papríka, skor­in í strimla

„Kokteilsósa“

2 msk. líf­ræn tóm­atsósa

2 msk. kasjúhnetu­dress­ing frá Lifðu til fulls bók­inni eða veg­an-maj­óness

ör­lítið chillimauk (val)

Sæt­kart­öflu- og nípu­fransk­ar

1 sæt kart­afla

1 nípa

1 tsk. reykt paprikukrydd

1 tsk. Eðal­krydd frá potta­göld­um

Aðferð:

Hitið grillið.

Skerið sæt­kart­öflu og nípu í strimla og sjóðið í salt­vatni í 2-3 mín. eða þar til þær eru orðnar mjúk­ar. Setjið fransk­arn­ar á grill­bakka og penslið með kryddi og olíu.

Skerið eggald­in í þykk­ar sneiðar. Leggið á disk og penslið með kryddi og olífu­olíu. Skerið sveppi í þunn­ar sneiðar og veltið upp úr bal­sa­mik-ed­iki og olífu­olíu. Setjið á grill­bakka eða álp­app­ír með göt­um.

Grillið sæt­kart­öfl­ur og níp­ur í 15-20 mín. eða þar til eldaðar og snúið við einu sinni. Grillið sveppi og eggald­in í 10 mín. Eggald­in er sett beint á grillið og snúið við eft­ir 5 mín.

Berið borg­ar­ann fram með því að setja eggald­insneið á disk, smyrjið með kokteilsós­unni, bætið við tóm­atsneið, svepp­um, rauðlauk, papriku og toppið með ann­arri eggald­insneið. Njótið!

Mér þykir best að borða borg­ar­ann með hníf og gaffli en þar sem eggald­in moln­ar síður eins og venju­legt brauð má al­veg borða hann eins og hefðbund­inn borg­ara!

Ekkert hjartaáfall falið í þessum borgara.
Ekk­ert hjarta­áfall falið í þess­um borg­ara. mbl.is/​Júlía Magnús­dótt­ir
Júlía Magnúsdóttir á ferðalagi í Taílandi í sumar.
Júlía Magnús­dótt­ir á ferðalagi í Taílandi í sum­ar. mbl.is/​Júlía Magnús­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert