Tíramísú sem fær þig til að tárfella

Ásdís Ásgeirsdóttir
Það blása ítalskir vindar á Matarvefnum í kjölfar þess að Ásdís Ásgeirsdóttir, blaðamaður, fór á sérlegt matreiðslunámskeið þar. Afraksurinn er dásamlegur eins og sjá má en það eru einmitt margir sem elska að búa til tíramísú en hreinlega kunna það ekki. Tíramísú þýðir einfaldlega liftu-mér-upp og það er einmitt það sem hann gerir, sé hann gerður rétt.
Tíramísú eins og það gerist best
  • 250 g mascarpone-ostur
  • 100 g sykur
  • 2 egg
  • savoyard-kökur (lady finger)
  • espresso-kaffi
  • kakó (eða mulið dökkt súkkulaði)

Aðferð:

  1. Aðskiljið hvíturnar frá rauðunum. Stífþeytið hvíturnar í hrærivél.
  2. Í annarri skál, blandið rauðunum saman við sykurinn. Bætið mascarpone-ostinum saman við og þeyttu eggjahvítunum. Dýfið kökunum í kaffi og setjið í botninn á glasi eða fallegri eftirréttaskál. Þar ofan á setjið þið kremblönduna. Toppið með kakói eða muldu súkkulaði. Látið standa í kæli í nokkra klukkutíma áður en það er borið fram.
  3. Fyrir þá sem vilja vínbragð er hægt að blanda Amaretto-líkjör út í kaffið.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert