Tíramísú sem fær þig til að tárfella

Ásdís Ásgeirsdóttir
Það blása ít­alsk­ir vind­ar á Mat­ar­vefn­um í kjöl­far þess að Ásdís Ásgeirs­dótt­ir, blaðamaður, fór á sér­legt mat­reiðslu­nám­skeið þar. Afraks­ur­inn er dá­sam­leg­ur eins og sjá má en það eru ein­mitt marg­ir sem elska að búa til tíra­mísú en hrein­lega kunna það ekki. Tíra­mísú þýðir ein­fald­lega liftu-mér-upp og það er ein­mitt það sem hann ger­ir, sé hann gerður rétt.

Tíramísú sem fær þig til að tárfella

Vista Prenta
Tíra­mísú eins og það ger­ist best
  • 250 g mascarpo­ne-ost­ur
  • 100 g syk­ur
  • 2 egg
  • sa­voy­ard-kök­ur (lady fin­ger)
  • espresso-kaffi
  • kakó (eða mulið dökkt súkkulaði)

Aðferð:

  1. Aðskiljið hvít­urn­ar frá rauðunum. Stífþeytið hvít­urn­ar í hræri­vél.
  2. Í ann­arri skál, blandið rauðunum sam­an við syk­ur­inn. Bætið mascarpo­ne-ost­in­um sam­an við og þeyttu eggja­hvít­un­um. Dýfið kök­un­um í kaffi og setjið í botn­inn á glasi eða fal­legri eft­ir­rétta­skál. Þar ofan á setjið þið kremblönd­una. Toppið með kakói eða muldu súkkulaði. Látið standa í kæli í nokkra klukku­tíma áður en það er borið fram.
  3. Fyr­ir þá sem vilja vín­bragð er hægt að blanda Ama­retto-lí­kjör út í kaffið.
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert