Miklu meira en marengsterta

Gestir eru allir söngvararnir í Tosku sem Íslenska óperan er …
Gestir eru allir söngvararnir í Tosku sem Íslenska óperan er að setja á svið. Kristinn Magnússon

Þegar mikið stendur til er nauðsynlegt að bjóða upp á alvöruhnallþóru. Þessi dásamlega terta stóð heldur betur undir nafni enda var ánægjan með hana mikil. Í marengsinum eru kókosflögur og vanillusykur sem er séldeilis sniðugt enda er það meistari Albert Eiríksson sem á heiðurinn af henni og bauð upp á hana í matarboði sem hann hélt á dögunum.

Sjá frétt mbl.is:

Tosku marengs-óperuterta

Marengs:
  • 8 stórar eggjahvítur
  • 1 tsk. salt
  • 1 ½ tsk. edik
  • 350 g sykur
  • 1 ½ tsk. vanillusykur
  • 50 g kókosflögur

Aðferð:

  1. Setjið bökunarpappír á 2 plötur og merkið tvo hringi á hvora örk með diski og bitlausum hníf.
  2. Hitið ofninn í 100°C.
  3. Setjið sykur í matvinnsluvél í 1-2 mín. Þannig verður hann fínni og leysist betur upp í hvítunum.
  4. Stífþeytið eggjahvítur, salt, edik, sykur og vanillu. Breiðið út ¼ af deiginu á einn hring á pappírinn.
  5. Blandið kókosflögum saman við afganginn með sleikju og breiðið út á hina þrjá hringina.
  6. Bakið í 2 klst. í miðjum ofni. Slökkvið á ofninum, látið kólna í honum.
Eggjakrem:
  • ½ l rjómi
  • 8 eggjarauður
  • 100 g sykur
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 40 g hveiti

Aðferð:

  1. Hitið rjóma að suðu í meðalstórum potti. Takið pottinn af hellunni.
  2. Þeytið rauður á meðan með sykri og vanillu. Sigtið hveiti út í og þeytið aðeins áfram. Hellið helmingnum af heitum rjómanum út í og blandið vel.
  3. Hitið afganginn af rjómanum aftur að suðu. Hellið rauðublöndunni út í pottinn og þeytið stanslaust með handpísk. Hitið áfram og þeytið þar til kremið þykknar, takið pottinn af hitanum, en þeytið áfram í 3 mín., svo að ekki myndist kekkir. Kælið og geymið undir plastfilmu.

Samsetning:

  • ½ l rjómi
  • 1 msk. sérrý
  • 1 ½ l fersk hindber
  • fersk myntulauf í skraut
  • Þeytið ¼ l rjóma og setjið sérrý út í.

Aðferð:

  1. Kókosmarengs er settur á tertudisk, en síðan er röðin þessi: Helmingur af eggjakreminu, hindber, kókosmarengs, sérrýrjómi, kókosmarengs, eggjakrem, hindber og efsta lagið er möndlulausi marengsinn.
  2. Geymið í kæli í nokkrar klukkustundir.
  3. Þeytið ¼ l rjóma og setjið ofan á, áður en kakan er borin fram. Skreytið með hindberjum, brómberjum og myntulaufum.
Gestir eru allir söngvararnir í Tosku sem Íslenska óperan er …
Gestir eru allir söngvararnir í Tosku sem Íslenska óperan er að setja á svið. Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka