Pestó er eitt það besta og einfaldasta sem hægt er að gera. Endalaus afbrigði eru til en þessi uppskrift er eins ítölsk og hugsast getur. Það er Ásdís Ásgeirsdóttir sem á heiðurinn að uppskriftinni sem kemur beint frá hjarta Ítalíu og bragðast eins og maður ímyndar sér að hið fullkomna pestó eigi að bragðast.
Vandræðalega gott og einfalt pestó
- 1 búnt basillauf
- hálft hvítlauksrif, skorið
- 70 g rifinn parmesan-ostur
- 20 g furuhnetur
- ólífuolía, ca 2 msk. eða eftir þörfum
- örlítið salt ef þurfa þykir
Aðferð:
Blandið öllu saman í matvinnsluvél. Setjið meiri olíu ef ykkur finnst það of þykkt.
Pestó er gott út á allt pasta, pítsur og brauð og má nota með bæði kjöt-, fisk- og grænmetisréttum. Oft þarf ekki nema örlítið til að bragðbæta rétti.