Þetta er það sem við köllum ofur-kjúlla, það er kjúklingauppskrift sem er svo vönduð að það má vel bera réttinn fram við hátíðlegustu tilefni. Og líka auðvitað hversdags því hún er ekkert sérlega flókin en það er betra að undirbúa sig.
En við lofum bragðlaukaflippi á heimsmælikvarða og skorum á ykkur að prófa. Það er líka svo skemmtilegt að sjá kjúlinginn „fiðrildaðan“ eins og sumir kalla það eða flattan út.
Hunangsristaður kjúklingur með hvítlauk og lavender
Fyrir 4-6
- 1 kjúklingur
- 10 hvítlauksgeirar, marðir
- 80 ml fljótandi hunang
- 1 1/2 tks lavender hunang (ef það er til)
- 1 tsk timían krydd eða 3 sprotar af fersku timíani
- 1 lítill laukur, saxaður
- 1 safi úr einni sítrónu
- 3 msk ólífuolía
- 2 lárviðarlauf
- 1/4 tsk reykt paprika
- 1 tsk sjávarsalt
- 1/2 tsk svartur pipar
- 3 meðalstórar kartöflur, skornar í fernt
- 1 brokkolíhaus, skorinn í munnbitastærðir
- 1 blókmkálshaus, skorinn í munnbitastærðir
- 1 stór gulrót, skorin í sneiðar
- 1 1/2 msk þurrkað lavender (til átu)
Aðferð:
- Byrjið á að laga kryddlöginn. Myljið lavenderið í mortéli. Bætið því næst hunanginu (báðum gerðum ef þú átt þær), ólífu olíu, sítrónusafa, reyktu paprikunni, timíaninu, hvítlauknum, lauknum, saltinu og piparnum. Hrærðu vel saman og bættu loks lárviðarlaufunum saman við.
- Settu kjúklinginn útflattan í rennilásapoka eða form og helltu kryddblöndunni yfir. Passaðu að hjúpa hann vel og vanlega. Best er að hafa kryddblönduna á yfir nótt en ef það er ekki hægt þá bara eins lengi og kostur er.
-
Fjarlægðu lárviðarlaufin og taktu kjúklinginn upp úr kryddleginum og legðu til hliðar. Hitaðu ofninn upp í 220 gráður.
-
Steiktu grænmetið á pönnu eða í steypujárnspotti og notaðu ólífuolíu til steikingar ásamt afganginum af kryddleginum. Ef að pannan eða potturinn þolir ofn skal láta grænmetið óhreyft og leggja kjúklinginn yfir. Ef ekki skal færa grænmetið í ílátið sem skal fara inn í ofninn og leggja kjúklinginn yfir. Passið að hafa kjúklinginn á maganum. Setjið í ofninn og eldið í 30 mínútur.
-
Að 30 mínútum liðnum skal taka kjúklinginn út og snúa honum við. Kryddið með salti og pipar og setjið í ofninn aftur í 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
-
Þegar kjúklingurinn er tilbúinn skal taka pönnuna/pottinn/fatið út úr ofninum og fjarlægja kjúklinginn varlega og láta hann hvíla í 10-15 mínútur. Á meðan skal krydda grænmetið eftir smekk og setja í ílátið sem það verður borið fram í.
-
Þegar kjúklingurinn er úthvíldur skal skella honum ofan á grænmetið og bera herlegheitin fram.