Geggjað bleikjutaco með mangó-chilisalasa

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Fisk­ur er eitt það besta sem hægt er að leggja sér til munns og hér gef­ur að líta út­færslu sem er afar snjöll og ljúf­feng. Lækn­ir­inn í eld­hús­inu fer hér á kost­um og sam­ein­ar það besta úr ís­lenskri nátt­úru og mexí­kóskri mat­ar­gerð.

Svo er þetta auðvitað bráðhollt eins og við er að bú­ast og af­skap­lega spenn­andi eins og við var að bú­ast þegar Ragn­ar Freyr er ann­ars veg­ar.

Látið kryddblönduna liggja á bleikjunni.
Látið krydd­blönd­una liggja á bleikj­unni. mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son

Geggjað bleikjutaco með mangó-chilisalasa

Vista Prenta

Ljúf­fengt bleikjutacos með mangó-chilisalsa, snögg­pækluðum gul­rót­um og fersk­um kórí­and­er

Kryddið sem ég notaði á fisk­inn er krydd­blanda sem við erum að þróa sam­an, við Ólöf og Omry, hjá Krydd og Tehús­inu. Það er einkar ljúf­fengt á bragðið og ég hlakka til að kynna það nán­ar fyr­ir ykk­ur.

Fyr­ir fjóra

800 g fjalla­bleikja
2 msk hvít­lauk­sol­ía
2-3 tsk krydd­blanda að eig­in vali
safi úr einni sítr­ónu
salt og pip­ar

1 mangó
1 rauður chili
1 rauðlauk­ur
2 tsk stein­selja/​mynta
2 msk jóm­frúarol­ía
1 tsk rauðvín­se­dik
salt og pip­ar

2 gul­ræt­ur
2 msk rauðvín­se­dik
salt og pip­ar

Blandað græn­meti
hand­fylli kórí­and­er

Aðferð:

Penslið fjalla­bleikj­una með hvít­lauk­sol­íu.

Dreifið svo krydd­inu yfir og penslið flök­in vand­lega. Saltið og piprið.

Kreistið sítr­ón­una yfir bleikj­una.

Það er leik­ur einn að út­búa gul­ræt­urn­ar. Flysjið þær ein­fald­lega í skál og hellið ed­ik­inu yfir, saltið og piprið og látið liggja í 30 mín­út­ur. 

Skerið mangóið í smá bita, ásamt rauðlaukn­um, chil­ipip­arn­um og blandið sam­an. Setjið næst ol­í­una,  ed­ikið og kryd­d­jurtirn­ar sam­an við. Saltið og piprið. Það er gott að láta salsað standa í þrjú kort­er til að allt bragðið nái að knús­ast.

Steikið bleikj­una í olíu/​smjöri þangað til að hún er steikt í gegn.

Svo er bara að raða matn­um upp - hita burrito-köku í ofni eða á pönnu, smá salsa, hand­fylli af blönduðu græn­meti, vænn biti af heitri og ilm­andi góðri bleikju, nóg af mangó-chilisalsa, gul­ræt­ur og nóg af fersku kórí­and­er. 
Verði ykk­ur að góðu!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert