Parmesan kartöflur með hvítlaukssmjöri

Bakaðar smákartöflur eru sankallað lostæti. Sérstaklega með fisk og hvítlaukssósu.
Bakaðar smákartöflur eru sankallað lostæti. Sérstaklega með fisk og hvítlaukssósu. mbl.is/TM

Góðar krumpukart­öfl­ur með par­mesanosti klikka aldrei og passa með nán­ast hverju sem er. Svo þarf ekki einu sinni að taka utan af þeim hýðið nú þegar all­ar versl­an­ir eru stút­full­ar af ný­upp­tekn­um kart­öfl­um.

Parmesan kartöflur með hvítlaukssmjöri

Vista Prenta

200 g nýj­ar litl­ar kart­öfl­ur
smjör 
1 par­mes­ank­lump­ur (í dekkri kant­in­um)
fersk stein­selja eða basilíka 
2 hvít­lauksrif, mar­in
salt 
pip­ar 

Skolið kart­öfl­urn­ar vel og skerið í tvennt.
Setjið 3 msk af smjöri, 1/​3 tsk af salti, 1/​4 tsk af pip­ar og smátt saxaðar fersk­ar kryd­d­jurtir eft­ir smekk og hvít­lauk­inn í skál. Nuddið kart­öfl­un­um vel upp úr þessu og raðið svo á bök­un­ar­papp­írsklædda ofn­plötu þannig að sárið snúi niður. Rífið þá 2-3 msk af par­mes­an osti yfir og stingið inn í ofn.

Bakið við 150 gráður í um 20 mín­út­ur og hækkið svo hit­ann í 200 gráður í 5 mín­út­ur. At­hugið að bök­un­ar­tím­inn fer eft­ir stærð kart­afln­anna. Best er að stinga í þær með gafli til að finna hvort þær eru til­bún­ar. Ef þær eru mjúk­ar að inn­an má gíra upp hit­ann til að fá stökka húð á þær.

Gott er að rífa ör­lít­inn meiri ost og strá fersku kryddi yfir kart­öfl­urn­ar áður en þær eru born­ar fram.

Fyrir bakstur.
Fyr­ir bakst­ur. mbl.is/​TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert