Hún elsku Svava okkar Gunnars á ljúfmeti.com deildi þessari uppskrift nýverið en uppskriftina fann hún í bók hjá móður sinni og kolféll fyrir afrakstrinum.
Bessastaðaýsa
Sjóðið grjón samvkæmt leiðbeiningum og setjið í eldfast mót þegar þau eru nánast soðin. Skerið fiskinn í bita, saltið og leggið fiskinn ofan á grjónin.
Sósa: Blandið rjóma, majónes, parmesanosti, karrý, sinnepi, svörtum pipar og salti í skál og hrærið vel saman.
Hellið sósunni yfir fiskinn og grjónin. Að lokum, blandið sveppum og blaðlauk saman og leggið yfir fiskinn. Toppið svo með rifnum osti, Þetta er svo bakað við 180° í 30 mínútur.