Ódýr afgangasúpa sem heimilisfólkið elskar

Holl og vítamínrík súpa sem hentar vel í nesti eða …
Holl og vítamínrík súpa sem hentar vel í nesti eða frystinn. mbl.is/TM

Mamma mín og pabbi fóru til út­landa um dag­inn og ég fékk senda alla mat­araf­ganga úr ís­skápn­um. Þar var meðal ann­ars að finna nokkr­ar kart­öfl­ur, hálfa rófu, smá sell­e­rírót, græn­kál og væn­an stilk af spergilkáli. Þetta var allt farið að fölna og því skellti ég í sér­lega góða af­gangasúpu sem heim­il­is­fólkið gerði fantagóð skil.

Rest­in af súp­unni fór svo í box í fryst­inn en ég notaði box sem má svo setja beint inn í ofn á 100 gráðu hita og þíða þannig súp­una hægt og hita beint – allt í sama box­inu.

Ódýr afgangasúpa sem heimilisfólkið elskar

Vista Prenta

Hér má vel nota meira eða minna af græn­met­inu sem upp er gefið.

6 litl­ar kart­öfl­ur með hýðinu 
120 g rófa 
80 g sell­e­rírót 
250 g spergilkál 
100 g græn­kál, ekki stilk­ur­inn
1,5 lítr­ar vatn 
1 msk. græn­metiskraft­ur 
2 dl rjómi eða kó­kosrjómi 
1 msk. smjör 
1/​3 tsk. svart­ur pip­ar, nýmalaður 
1/​3 tsk. salt 
Sól­blóma­fræ til að toppa með (má sleppa)

Setjið allt græn­metið í pott (nema græn­kálið) og sjóðið uns það er orðið mjúkt. Þá fer græn­kálið (saxað) sam­an við. Setjið þá kraft­inn, rjóma og smjör sam­an við og maukið með töfra­sprota. Kryddið svo með salti og pip­ar. Látið malla á miðlungs­hita í 10 mín­út­ur og berið svo fram með ristuðu súr­deigs­brauði.

Nesti fyrir hádegið og restin í frysti.
Nesti fyr­ir há­degið og rest­in í frysti. mbl.is/​TM
mbl.is/​TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert