Smoothie sem útrýmir bólum

Jessica Alba er ekki mikið fyrir að stunda líkamsrækt en …
Jessica Alba er ekki mikið fyrir að stunda líkamsrækt en hún drekkur bólubanann og er með fína húð. AFP

Hér gef­ur að líta upp­skrift að smoot­hie-drykk eða þeyt­ingi sem kem­ur úr smiðju Kelly LeVeque sem er nær­ing­ar­fræðing­ur stjarn­anna og kann ráð eða tvö til að losna við ból­ur. Það er eng­in önn­ur en leik­kon­an Jessica Alba sem mæl­ir með drykkn­um en hún er með ákaf­lega glæsi­lega húð og seg­ir hún í viðtali við Well + Good tíma­ritið að það sé þess­ari upp­skrift frá LeVeque að þakka.

Drykk­ur­inn er rík­ur af ómega-3 fitu­sýr­um til að halda húðinni rakri, B-víta­mín sjái svo um að halda húðinni heil­brigðri og önn­ur inni­halds­efni séu til þess að gera við og viðhalda frumu­heil­brigði. Að auki inni­haldi hann trefjar og pró­tín þannig að hann dug­ar vel sem staðgóður morg­un­verður.

Smoothie sem útrýmir bólum

Vista Prenta

Gló­andi grænn bólu­bani

  • 1 skammt­ur af vanillu pró­tín­dufti
  • ¼ avóka­dó
  • 2 msk. chia-fræ
  • safi úr 1 sítr­ónu
  • hand­fylli af spínati
  • 1 lít­il pers­nesk ag­úrka (eða ½ ís­lensk)
  • ¼ bolli myntu­lauf
  • 2 boll­ar (480 ml ósætt hnet­umjólk)

Aðferð:

Setjið í bland­ara og drekkið!

Grænir drykkir eru allra meina bót - að minnsta kosti …
Græn­ir drykk­ir eru allra meina bót - að minnsta kosti flest­ir. mbl.is/​YouTu­be
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert