Kjúklingur með beikoni og döðlum og lúxusbrauð

Svana á Trendnet bauð vinkonunum í saumaklúbb og bauð meðal …
Svana á Trendnet bauð vinkonunum í saumaklúbb og bauð meðal annars upp á heimabakað brauð og gott hvítvín. mbl.is/

Svana Lovísa Kristjáns­dótt­ir, hönnuður og blogg­ari á trend­net.is, bauð vin­kon­um sín­um í sauma­klúbb í síðustu viku þar sem huggu­leg­ar veit­ing­ar voru á boðstóln­um. Auðveld­ur og ljúf­ur kjúk­linga­rétt­ur, ít­alskt sal­at og heima­bakað lúx­us­brauð sló í gegn.

„Inn­blás­in af Svindlað í sauma­klúbb hér á Mbl.is þá nennti ég ekki að græja flók­inn eft­ir­rétt. Keypti því sænska kladd­köku (Krón­an t.d.) og skreytti með jarðarberj­um – ég held að stelp­urn­ar haldi enn þá að ég hafi bakað hana,“ seg­ir Svana en það má vel svindla dá­lítið með.

Kjúk­linga­rétt­ur Birnu Ant­ons

(Upp­skrift­in kem­ur upp­haf­lega frá Val­gerði Grétu Guðmunds­dótt­ur í Eld­hús­inu henn­ar Völlu)

1 kjúk­ling­ur eða bring­ur (eldaðar) skorn­ar í strimla (um 600 g)
150 g spínat
100 g bei­kon í bit­um
70 g döðlur smátt skorn­ar
4 hvít­lauksrif
1 msk. Or­egano
3 dl vatn
2 dl mat­reiðslur­jómi
3 msk. rjóma­ost­ur
1 kjúk­linga­ten­ing­ur
1 græn­metisten­ing­ur
Rif­inn ost­ur eft­ir smekk

Bei­kon og hvít­lauk­ur steikt á pönnu (ég sleppi bei­kon­inu), síðan er döðlum, vatni, ten­ing­um og kryddi bætt við og látið malla.

Spínat sett í eld­fast mót, kjúk­ling­ur sem búið er að elda fer ofan á. Rjómi + rjóma­ost­ur brætt sam­an og blandað við pönn­una. Öllu hellt yfir kjúk­ling­inn og að lok­um er ost­ur sett­ur yfir og bakað í ofni á 180 gráðum í 20 mín­út­ur.

Lúxusbrauðið slóg í gegn.
Lúx­us­brauðið slóg í gegn. mbl.is/​Svana Lovísa

Lúx­us­brauð – (upp­skrift frá sam­starfs­konu mömmu)

600 gr. hveiti
1 bréf af þurr­geri
2 tsk. salt
500 ml. volgt vatn
Feta­ost­ur í krukku
Sólþurrkaðir tóm­at­ar
Salt og gara masala til að toppa með.

Öllu hrært sam­an, ekki hnoða því deigið á að vera blautt. Best er að hræra deigið kvöldið áður og passa að hafa skál­ina dá­lítið rúma. Setja skál­ina svo í ískáp í a.m.k. 8 klst.

Þegar deigið hef­ur hef­ast er það sett á bök­un­ar­papp­ír og rúm­lega hálfri krukku af feta­osti bætt við ásamt u.þ.b. 5 sneiðum af sólþurrkuðum tómöt­um (best að kaupa þá sem eru niðursneidd­ir). Feta­ost­ur­inn og tóm­at­arn­ir eiga að fara inn í deigið og þarf því að loka deig­inu utan um. Gott að setja einnig feta ofan á deigið, og að lok­um er ol­í­unni af feta­ost­in­um hellt yfir. Á þessu stigi lít­ur þetta mjög illa út en þá ertu lík­lega að gera þetta rétt.

Settu svo vel af maldon-salti og smá af gara masala-kryddi ofan á brauðið.

Bakað við 180 gráður í rúm­ar 45 mín.

Santor­ini sal­at
Eng­in hlut­föll held­ur eft­ir smekk:)

Paprika
Tóm­at­ar
Ag­úrka
Rauðlauk­ur
Fetakubb­ur
Or­egano
Ólívu­olía eða jafn­vel góð hvít­lauk­sol­ía

Allt skorið í bita og blandað sam­an og ol­í­unni skvett yfir.

Salatið er sannarlega hugguleg í rósagylltri Iittalaskál. Hnífapörin keypti Svana …
Sal­atið er sann­ar­lega huggu­leg í rósagylltri Iittala­skál. Hnífa­pör­in keypti Svana í Fjarðar­kaup. mbl.is/​Svana Lovísa
Kjúklingarétturinn þótti mjög góður.
Kjúk­linga­rétt­ur­inn þótti mjög góður. mbl.is/​Svana Lovísa
Aðkeypt og unaðslegt. Það má vel svindla svolítið.
Aðkeypt og unaðslegt. Það má vel svindla svo­lítið. mbl.is/​Svana
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert