Hrekkjavöku ostakaka að hætti Berglindar

Kakan er lystilega skreytt eins og Berglindar er von og …
Kakan er lystilega skreytt eins og Berglindar er von og vísa. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Hrekkja­vak­an er á morg­un og því ekki seinna vænna en að skella í eina dá­semd­ar­köku til að fagna deg­in­um. Þessi kaka er úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars á Gotteri.is og það er sjálf­gefið að hún er bæði bragðgóð og fög­ur.

Kak­an hent­ar að sjálf­sögðu við hvaða til­efni sem er og í raun þarf ekki að vera neitt til­efni ef út í það er farið.

Hrekkjavöku ostakaka að hætti Berglindar

Vista Prenta

Hrekkja­vöku ostakaka

Botn

  • 308 g mulið Oreo (2x 154 g pakki)
  • 120 g smjör
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur

Ostakak­an sjálf

  • 500 g rjóma­ost­ur (við stofu­hita)
  • 90 g syk­ur
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur
  • 4 gelat­ín­blöð
  • 60 ml sjóðandi vatn (til að leysa upp gelat­ínið)
  • 400 ml þeytt­ur rjómi
  • 3 x Mars súkkulaðistykki, skor­in í smáa bita

Súkkulaði ganaché

  • 40 g suðusúkkulaði (smátt saxað)
  • 2 msk. rjómi

Aðferð

  1. Byrjið á botn­in­um. Blandið sam­an muldu Oreo, salti, vanillu­sykri og bræddu smjöri. Klæðið botn (og hliðar ef vill) á 20-22 cm spring­formi með bök­un­ar­papp­ír og þjappið blönd­unni á botn­inn og aðeins upp hliðarn­ar. Hafið í kæli á meðan kak­an sjálf er út­bú­in.
  2. Leggið gelat­ín­blöð í kalt vatn, bíðið í um 10 mín­út­ur, kreistið þá vatnið úr og setjið í sjóðandi vatn (60 ml). Hrærið vel sam­an og tryggið að bland­an sé upp­leyst og leyfið því næst að ná stofu­hita.
  3. Þeytið rjómann og geymið.
  4. Þeytið því næst sam­an rjóma­ost, syk­ur og vanillu­syk­ur þar til létt og ljóst.
  5. Hellið gelat­ín­blönd­unni sam­an við rjóma­osta­blönd­una þegar hún hef­ur kólnað niður og vefjið síðan rjóm­an­um sam­an við með sleikju.
  6. Útbúið ganaché: hitið rjómann að suðu og hellið yfir smátt saxað súkkulaðið, leyfið að standa í 2 mín­út­ur og hrærið svo sam­an. Leyfið að kólna aðeins þar til það fer að þykkna og setjið þá í sprautu­poka/​klippið lítið gat á zip lock-poka til að sprauta köngu­ló­ar­vef­inn á þegar búið er að setja kök­una sam­an.
  7. Skiptið osta­köku­blönd­unni í tvo hluta og hrærið Mars-bit­un­um sam­an við ann­an hlut­ann.
  8. Hellið fyrst hlut­an­um með Mars bit­un­um á botn­inn og því næst hvíta hlut­an­um og sléttið vel úr í form­inu.

Sprautið ganaché á miðjuna og svo í hringi með um það bil 1,5 cm á milli. Dragið þá prjón í gegn frá miðjunni og myndið þannig köngu­ló­ar­vef.
Kælið í að minnsta kosti 4 klst. eða yfir nótt og losið þá úr form­inu og færið yfir á disk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert