Dásamlegi saltfiskurinn hennar Lindu Ben

Glæsilegur og girnilegur saltfiskréttur eins og Lindu einni er lagið.
Glæsilegur og girnilegur saltfiskréttur eins og Lindu einni er lagið. mbl.is/Linda Ben

Saltfiskur er það besta sem margir borða og við tökum heilshugar undir það. Hér gefur að líta merkilega bragðgóða en um leið einfalda uppskrift af saltfiski sem allir ráða við - og öllum ætti að þykja góður.

Það er Linda Ben sem á heiðurinn að uppskiftinni en ítarlegri upplýsingar um hvernig hún gerir hann er hægt að nálgast hér. En girnilegur er hann - og einfaldur!

Dásamlegur saltfiskur

  • 700 g saltfiskhnakkar
  • um það bil 10-15 forsoðnar kartöflur
  • 30 g smjör
  • 1 lítill laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 dl svartar ólífur, skornar í sneiðar.
  • ½ hvítlauksostur
  • ½ poki rifinn pitsuostur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Val: Setjið vatn í pott, setjið saltfiskinn í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið fiskinn standa í pottinum í 3 mín.
  3. Á meðan suðan er að koma upp á fiskinum, skerið laukinn smátt niður, steikið hann á pönnu við vægan hita svo hann verði glær, rífið hvítlaukinn eða pressið í gegnum hvítlaukspressu og steikið á pönnunni í 1 mín.
  4. Skerið kartöflurnar í 4 hluta og setjið ofan í eldfast mót.
  5. Rífið saltfiskinn gróft niður, annaðhvort soðinn eða hráan, ofan á kartöflurnar.
  6. Dreifið lauknum yfir fiskinn.
  7. Skerið smjörið í litla bita og dreifið yfir eldfasta mótið ásamt ólífunum.
  8. Rífið hvítlauksost og setjið yfir fiskinn ásamt rifnum pitsuosti.
  9. Bakið inni í ofni í 20 mín., stillið ofninn á grillið (mikilvægt að fylgjast vel með réttinum inni í ofninum þegar stillt er á grillið) og bakið í um það bil 2 mín. eða þangað til osturinn er byrjaður að brúnast fallega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert