Moscow Mule bollakökur - og þær eru æði!

Sérlega fallegar og bragðgóðar.
Sérlega fallegar og bragðgóðar. mbl.is/Delish
Moscow Mule er heitasti drykkur í heiminum og hefur verið undanfarin misseri. Skelfilega svalur og bragðgóður og því kemur það sjálfsagt engum á óvart að búið er að þróa með mjög svo vísindalegum hætti bollakökur sem bragð er af.
Að sjálfsögðu eru þær rammáfengar (eða því sem næst) og því kannski ráðlegt að mæta ekki með þær í barnaafmæli.
Moscow Mule bollakökur
  • 1 kassi af vanillukökumixi úr pakka
  • 1 dós af engiferbjór
  • 1/2 tsk. engiferduft
  • 250 ml ósaltað smjör, við stofuhita
  • 4 bollar púðursykur
  • 60 ml vodki
  • 2 msk. lime safi
  • 1 msk. lime börkur, rifinn
  • lime sneiðar, til skrautsfersk minta, til skrauts
Aðferð:
  1. Hitið ofninn í 180 gráður og smyrjið bollakökuform eða setjið pappaform í mótin.
  2. Í stóra skál skal blanda saman kökumixinu, engiferbjór og engiferdufti. Pískið vel saman og hellið í mótin. Bakið samkvæmt leiðbeiningum og látið kólna vel áður en þið setjið kremið á.
  3. Smjörkremið: Notið handþeytara eða hrærivél. Þeytið smjörið, bætið því næst við flórsykrinum og blandið vel saman. Bætið því næst við vodka, lime safa og berki og þeytið á ný uns fyllilega blandað. Setjið kremið á kökurnar og skreytið með lime sneiðunum.
Athugasemd við uppskriftina: Passið ykkur vel því lime safinn getur valdið því að smjörkremið skilji sig. Farið því varlega og setjið alls ekki meira en kveðið er á um í uppskriftinni.
Uppskrift: Delish
Girnileg og pínu áfeng.
Girnileg og pínu áfeng. mbl.is/Delish
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka