Nammiterta með Nóa Kroppi 

Hvernig er hægt að standast þessa dásemd?
Hvernig er hægt að standast þessa dásemd? mbl.is/Nói Síríus

Ef það er eitthvað sem hægt er að stóla á er það ást Íslendinga á nammitertum. Svo mikil er sú ást að vart er boðið í afmæli eða kaffiboð án þess að sjáist glitta í eina slíka dásemd og oft eru þær tvær. 

Útgáfurnar eru misjafnar en allar eiga þær sameiginlegt að innihalda marengs. Eftirleikurinn er síðan valfrjáls og oft nota menn mikið af ávöxtum en nammið klikkar aldrei eins og alþjóð veit. 

Uppskriftin kemur úr kökubæklingi Nóa Síríus sem kemur í verslanir í vikunni.

<strong>Nammiterta með Nóa Kroppi </strong> <div></div><div><strong>Botn:  </strong></div><div> <ul> <li>4 eggjahvítur</li> <li>200 g sykur</li> <li>2 tsk. lyftiduft</li> <li>7½ dl Rice Krispies</li> <li>1 dl saxað Nóa Kropp</li> </ul> </div> <div><strong>Fylling:  </strong></div><div> <ul> <li>½ l þeyttur rjómi</li> <li>150 g Nóa Kropp</li> </ul> </div> <div><strong>Ofan á:</strong></div><div> <ul> <li>150 g Síríus rjómasúkkulaði</li> </ul> </div> <div><strong>Aðferð</strong></div> <div></div><div><strong>Botn: </strong></div><div><ol> <li>Þeytið egg og sykur vel ásamt lyftidufti.</li> <li>Bætið Rice Krispies og Nóa Kroppi við með sleif.</li> <li>Setjið bökunarpappír á ofnplötu, myndið tvo hringi og bakið í</li> <li>150°C heitum ofni í um það bil 45 mínútur.</li> </ol></div> <div><strong>Fylling:  </strong></div><div><ol> <li>Kælið botnana og setjið þeyttan rjóma og Nóa Kropp á milli. </li> </ol></div><div> <div><strong>Ofan á:  </strong></div> <div><ol> <li>Bræðið rjómasúkkulaðið yfir vatnsbaði og setjið yfir kökuna.</li> </ol></div> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka