Hægeldaður lambaframpartur fyrir fólk sem er að flýta sér

Það er fátt sem toppar lambakjöt á sunnudegi.
Það er fátt sem toppar lambakjöt á sunnudegi. mbl.is/lambakjöt.is

Sunnudagssteikin stendur alltaf fyrir sínu og þessi uppskrift er sérsniðin að þörfum fólk sem er að flýta sér. Lambið er hægeldað og þarf að vera í ofninum í sólarhring sem er sannkölluð himnasending fyrir matgæðinga því það þýðir að það verður lungamjúkt og dásamlegt. Og ekki spillir fyrir að ilmurinn mun leika um þefskynið lengi vel en oft er talað um að fleiri en eitt skynfæri þurfi til að njóta máltíðar til fullnustu. 

Hægeldaður lambaframpartur fyrir fólk sem er að flýta sér

  • 1/2 lambaframpartur, á beini
  • salt
  • nýmalaður pipar
  • 1 búnt tímían
  • 10 hvítlauksgeirar

<span>Leiðbeiningar</span>

<ol> <li>Kryddið frampart með salti og pipar.</li> <li>Setjið hann í ofnskúffu og leggið hvítlauk og tímían bæði ofan á og undir.</li> <li>Bakið við 60°C í 24 klst. Hækkið þá hitann í 200°C og bakið áfram í u.þ.b. 10 mín. eða þar til hann verður fallega brúnn.</li> <li>Einnig má nota úrbeinaðan frampart í rúllu eða lambalæri.  </li> <li>Berið fram t.d. með blönduðu grænmeti, salati og kartöflum. Kjötið er það meyrt og safaríkt að það þarf enga sósu með því. Ef þið hins vegar viljið bera sósu fram með kjötinu þá kemur hvaða sósa sem er til greina. Klettakálspestóið hér að neðan passar líka sérlega vel við.</li> </ol>

<br/><strong>Klettakálspestó:</strong>

<ul> <li>1 poki klettakál</li> <li>5 hvítlauksgeirar</li> <li>2 msk. furuhnetur</li> <li>2 msk. parmesanostur</li> <li>1 msk. ljóst balsamedik</li> <li>1 msk. sítrónusafi</li> <li>1 msk. sykur</li> <li>salt</li> <li>pipar</li> <li>2 dl olía</li> </ul>

<br/> Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka