Marokkóskar kjötbollur slá þær ítölsku út

Þessar dúllur glöddu sannarlega gesti.
Þessar dúllur glöddu sannarlega gesti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og les­end­um Mat­ar­vefs­ins er vænt­an­lega orðið kunn­ugt elska ég og heim­il­is­fólk mitt kjöt­boll­ur. Hingað til hafa þær ít­ölsku átt hug minn, kvið og hjarta en ég verð að segja að þess­ar boll­ur eru jafn­vel betri! Það þarf nefni­lega ekki nema nokkr­ar nýj­ar krydd­teg­und­ir til að hressa til­ver­una við. Heilt mat­ar­boð stundi af ánægju og dótt­ir mín borðaði á sig gat! Al­gjör negla.

Ég bar boll­urn­ar fram með mar­okkóskri sósu sem ég eldaði í steypu­járn­spotti og setti svo boll­urn­ar út í og bar fram með hrís­grjón­um og sal­ati. Jóg­úrtsós­an ljúfa fékk einnig að fljóta með.

Fram­andi kjöt­boll­ur sem bragð er að 

1 stór lauk­ur, smátt saxaður
800 g nauta­hakk 
3 msk furu­hnet­ur, saxaðar 
1 stórt egg 
1 hvít­lauk­ur, mar­inn (rifja­laus)
2 msk blautt brauð, saxað (ger­ir boll­urn­ar létt­ari)
1/​2 tsk pip­ar
1 tsk salt 
2 msk Baharat (kjöt­bollukrydd frá Krydd- og tehús­inu)
1 msk söxuð stein­selja 
1 msk saxað kórí­and­er (eða minta) - má sleppa 

Setjið allt hrá­efnið sam­an í skál og vinnið sam­an með hönd­un­um. 
Látið blönd­una standa í 1-2 klst í kæli ef mögu­leiki.
Gerið litl­ar boll­ur með skeið og raðið á bök­un­ar­papp­írsklædda plötu. Bakið boll­urn­ar í miðjum ofni á 180 gráðum í 15-20 mín­út­ur, eft­ir stærð. Það má einnig steikja þær upp úr olíu á pönnu. 

Mar­okkósk tóm­atsósa - hreinn unaður 

1 lauk­ur, saxaður
3 msk olía
1 hvít­lauk­ur, mar­inn 
3 fersk­ir tóm­at­ar, saxaðir 
1 dós hakkaðir tóm­at­ar 
1 dós tóm­at­púrra 
1 tsk hun­ang 
1 msk mar­okkóskt fiskikrydd (fæst í Krydd- og tehús­inu)

Mýkið lauk og hvít­lauk við miðlungs­hita í ol­í­unni.
Því næst fara öll hin hrá­efn­in sam­an við og látið malla í 20 mín. við miðlungs­hita.

Ekki skemmir fyrir að austurlensk matargerð er mjög holl, enginn …
Ekki skemm­ir fyr­ir að aust­ur­lensk mat­ar­gerð er mjög holl, eng­inn rjómi eða syk­ur og mikið af skemmti­leg­um krydd­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert