Besta smjörkremið

Hnausþykkt og gott krem. Hér var bætt við matarlit.
Hnausþykkt og gott krem. Hér var bætt við matarlit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ég er ekki hrif­in af of­ur­sæt­um krem­um og mér finnst smjörkrem yf­ir­leitt vera ansi væmið og of­sykrað. Þessi upp­skrift er þó allt annað mál en leynd­ar­dóm­ur­inn er rjóma­ost­ur­inn sem gef­ur krem­inu góða áferð og vinn­ur gegn sæt­unni í flór­sykr­in­um. Upp­skrift­ina fékk ég hjá Þóru minni Sig­urðardótt­ur, sam­starfs­konu hér á Mat­ar­vefn­um. 

Það má vel bæta við bræddu súkkulaði, lakk­ríss­írópi eða kaffi til að fá mokkakrem. Nú eða ör­litl­um mat­ar­lit! Ef kremið skil­ur sig við viðbæt­urn­ar get­ur verið að ekki sé nægi­lega mikið krem á móti viðbót­inni en þannig má reyna að þeyta það aft­ur upp með meira kremi.

Besta smjörkremið

Vista Prenta

Smjörkrem Mat­ar­vefjar­ins: 

250 gr. saltað smjör
250 gr. flór­syk­ur
120 gr. rjóma­ost­ur

Aðferð:
Þeytið smjörið vel upp (hafið það við stofu­hita þegar þið hefj­ist handa). 
Sáldrið flór­sykr­in­um ró­lega sam­an við. 
Bætið rjóma­ost­in­um (við stofu­hita) sam­an við og þeytið vel.

Hér fóru nokkrir kaffidropar út í til að fá mokkabragð.
Hér fóru nokkr­ir kaffi­drop­ar út í til að fá mokka­bragð. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert