Hugguleg jólahræra í kakóið

Einfalt og smart – allt heitt kakó verður betra með …
Einfalt og smart – allt heitt kakó verður betra með þessum elskum! mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það þarf ekki að vera flókið til að vera góm­sætt og lekk­ert. Við hunds­um hér all­ar skír­skot­an­ir til þess að þess­ar huggu­legu jóla­hrær­ur séu ákaf­lega lík­ar tann­bursta en við notuðum klaka­box eins og til eru á flest­um heim­il­um til að gera her­leg­heit­in.

Huggu­leg jóla­hræra í kakóið

Vista Prenta

200 g af súkkulaði duga fyr­ir um 8 stafi en það fer eft­ir stærðum klaka­boxanna.

Þú þarft ekk­ert nema:
Klaka­box
Dökkt súkkulaði (við notuðum líf­rænt)
Jólastafi 

Bræðið súkkulaðið á væg­um hita yfir vatnsbaði. Best er að  tempra það ef kunn­átt­an á heim­il­inu nær yfir slíkt.
Hellið því í klaka­box og stingið stafn­um ofan í.

Kælið og berið fram með heitu kakói, irish cof­fee eða kaffi. Hær­urn­ar passa ákaf­lega vel með heitu kakói en þá kem­ur myntu­keim­ur í drykk­inn þegar hrær­unni er stungið ofan í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert