Samlokan sem fullkomnar jólabjórinn

Það er eitthvað við ost, sinnep og súrar gúrkur í …
Það er eitthvað við ost, sinnep og súrar gúrkur í bland við kaldan bjór sem myndar fullkomið jafnvægi og stundarsælu! mbl.is/Tobba Marinós

Ég fæ oft hug­mynd­ir að sam­setn­ing­um við und­ar­leg­ustu and­stæður og fæ þá viðkom­andi hrá­efni á heil­ann þar til til­raun­in hef­ur verið fram­kvæmd.  Nú er það bók sem kveikti hug­mynd að sam­loku. Í bók­inni, Litla bóka­búðin í Hálönd­un­um, sat sögu­hetj­an á krá í Skotlandi og lýsti þar sam­loku með osti sem bor­in var fram með súrsuðu græn­meti og bjór­kollu. Ég fékk þá á heil­ann að jóla­bjór, súr­ar gúrk­ur og sinn­ep ásamt Cat­hedral City mat­ure chedd­arost sem ég dýrka frá náms­ár­um mín­um í Bretlandi, væri sam­setn­ing sem ég yrði að reyna.

Útkom­an var jóla­bingó fyr­ir bragðlauk­ana þar sem all­ir vinna! 

Samlokan sem fullkomnar jólabjórinn

Vista Prenta

Jóla­bjór­lok­an - fyr­ir tvo 

4 sneiðar gróft brauð
góður chedd­ar ost­ur, t.d. Cat­hedral City (fæst víða)
Dijon-sinn­ep
8 sneiðar, súr gúrka
smjör til steik­ing­ar
pip­ar

Smyrjið sinn­epi öðrum meg­in á sneiðina en setjið vel af ost hinum meg­in.
Setjið 3-4 súr­ar gúrkusneiðar ofan á sinepið og smá nýmalaðan pip­ar. 
Steikið sam­lok­una upp úr smjöri á pönnu uns hún er tek­in að gyll­ast og ost­ur­inn orðinn heit­ur. 
At­hugið að þessi ost­ur er nokkuð lengi að bráðna en það dug­ar vel að hann sé heit­ur og tek­inn að mýkj­ast. 

Svo má vel bjóða upp á sinn upp­á­halds jóla­bjór með gúm­melaðinu!

Einföld og ljót samloka en góð er hún!
Ein­föld og ljót sam­loka en góð er hún! mbl.is/​TM
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert