Hátíðarfylling sem breytir kjúklingi í kalkún

Fylltur kjúklingur er ákaflega góð vetrarmáltíð.
Fylltur kjúklingur er ákaflega góð vetrarmáltíð. mbl.is/TM

Ég ætlaði að kaupa kalkún en þar sem aðeins voru til svo ofurstórir og aðeins þrír fullorðnir í mat keypti ég heilan kjúkling sem var um eitt og hálft kíló og dulbjó hann sem smákalkún. Útkoman var ákaflega góð en kalkúnasósan fræga var  gerð með. Sætkartöflumús og bakaðar gulrætur eiga einnig vel við.

Fyllinguna má einnig baka sér.
Fyllinguna má einnig baka sér. mbl.is/TM

1 heill kjúklingur 
kalkúnakrydd
herbes de provence-krydd 
salt
pipar 
smjör 
1 appelsína 

6 sneiðar heilhveitibrauð, skornar smátt
2 stór sæt epli 
2 stönglar sellerí 
3 msk valhnetur eða pekanhnetur 
1 laukur 
150 g sveppir, skornir í teninga
1 tsk ferskt rósmarín, saxað 

Skerið laukinn smátt og steikið upp úr 1 msk af smjöri. Þegar laukurinn er orðinn glær að lit er sveppum og brauði bætt út í. Því næst fara epli, hnetur, sellerí og 1 msk af kalkúnakryddi saman við. Bætið við smjöri eftir þörfum og passið að fyllingin sé vel blaut. Varist að ofelda hana. Bætið rósmaríni út í.

Ég læt þetta yfirleitt bara malla á miðlungshita í 10 mín. Smakka svo til með salti og pipar og herbes de provence-kryddblöndunni.

Skolið kjúklinginn og þerrið. Setjið hann í eldfast mót.
Kryddið með kalkúnakryddi, salti og pipar og nuddið smjöri utan á kjúklinginn. 
Fyllið hann með fyllingunni (eða bakið hana sér) og setjið appelsínubáta ofan á og í mótið ásamt vænni smjörklípu. Ef fyllingin er bökuð sér er gott að setja appelsínubáta inni í fuglinn.

Bakið við við 180 gráður í 100 mínútur. Ausið smjörinu þrisvar yfir kjúklinginn á bökunartímanum. Það má vel pikka með hnífi í bringurnar svo smjörið komist þar að. Hækkið hitann síðustu 10 mínúturnar.

Kjúklingurinn var bakaði í 100 mínútur við 180 gráður.
Kjúklingurinn var bakaði í 100 mínútur við 180 gráður. mbl.is/TM
Íslenskar ofnbakaðar regnbogagulrætur eiga ákaflega vel við.
Íslenskar ofnbakaðar regnbogagulrætur eiga ákaflega vel við. mbl.is/TM
mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka