Jólabollakökur með myntusúkkulaði

Myntusúkkulaðikökur með hnausþykku smjörkremi með rjómaostakeim.
Myntusúkkulaðikökur með hnausþykku smjörkremi með rjómaostakeim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þess­ar elsk­ur eru ekki bara auðveld­ar held­ur ákaf­lega góðar og mér finnst myntu­keim­ur­inn koma með jóla­legt yf­ir­bragð af ein­hverj­um ástæðum. Ath., þetta er stór upp­skrift svo hana má vel helm­inga.

Ég notaði svo sama súkkulaði og er í kök­unni og hellti í jóla­kon­fekt­mót til að gera skrautið.

Hér er svo upp­skrift af guðdóm­legu, ein­földu og góðu kremi!

Jólabollakökur með myntusúkkulaði

Vista Prenta

300 g hveiti 
300 g hrá­syk­ur 
200 g dökkt mynt­usúkkulaði (ég notaði líf­rænt frá Green and Black's)
80 g ósætt kakó
1 ½ tsk. lyfti­duft 
1 ½ tsk. mat­ar­sódi 
1 tsk. salt 
2 egg 
250 ml mjólk 
125 ml olía (ég notaði kó­kosol­íu)
2 tsk. vani­llu­drop­ar 
150 ml soðið vatn

For­hitið ofn­inn í 175 gráður. 

Í stóra skál skal blandað sam­an sykri, hveiti, kakó, mat­ar­sóda, lyfti­dufti og salti. Hrærið þur­refn­un­um sam­an.

Næst fara egg­in, mjólk, olí­an og vanill­an sam­an við. Hrærið þessu vel sam­an. Að lok­um fer vatnið sam­an við. Deigið verður nokkuð þunnt.

Hellið deig­inu í formin og bakið 15-20 mín­út­ur eft­ir þykkt formanna. Gott er að nota prjón eða tann­stöng­ul til að stinga í tert­una. Hún er til­bú­in þegar prjónn­inn kem­ur deig­laus út.

Kælið kök­urn­ar í 10 mín­út­ur áður en kak­an er fjar­lægð úr mót­inu. Látið tert­una kólna al­veg áður en kremið er sett á en það má nota nán­ast hvaða krem­upp­skrift sem er.



Þessar eru virkilega góðar.
Þess­ar eru virki­lega góðar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Súkkulaðiskrautið er fljótlegt í gerð en gefur kökunum mun skemmtilegra …
Súkkulaðiskrautið er fljót­legt í gerð en gef­ur kök­un­um mun skemmti­legra út­lit. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert