Súkkulaði-og pistasíubiscotti

Hin dí­sæta og dá­sam­lega Sig­ríður Björk Braga­dótt­ir bet­ur þekkt sem Sirrý i Salteld­húsi deil­ir hér með okk­ur upp­skrift af speltsúkkulaðistöng­um í ætt við hið ít­alska kex, biscotti. 

„Hér kem­ur ein upp­skrift sem var á jóla­göldr­um í fyrra í Salt Eld­húsi,“ seg­ir Sirrý en jólagaldr­ar eru ákaf­lega vin­sælt nám­skeið sem Sirrý kenn­ir ár­lega en viðfangs­efnið þar er huggu­leg­ar upp­skrift­ir sem henta vel til­tæki­fær­is- og jóla­gjafa.  „Þessi upp­skrift geng­ur fyr­ir þá sem eru veg­an ef notað er veg­an-súkkulaði. Kök­urn­ar á mynd­inni eru með hvítu súkkulaði og blöndu af val­hnet­um og pist­así­um. Þær eru sæt­ar, bragðmikl­ar og krass­andi og ein næg­ir al­veg til að upp­fylla þörf­ina fyr­ir eitt­hvað sætt með kaff­inu. Þær eru nefni­lega frá­bær­ar með góðu kaffi.“

Súkkulaði-og pistasíubiscotti

Vista Prenta

Súkkulaðistang­ir sem gleðja
25-30 stk.

140 g gróft spelt
140 g hveiti
120 g kó­kossyk­ur eða hrá­syk­ur
30 g kakó
¾ tsk. kanell
2 tsk. lyfti­duft
½ tsk. mat­ar­sódi
¼ tsk. sjáv­ar­salt
1-1½ dl blandaðar hnet­ur, saxaðar
1-2 dl súkkulaði, saxað
1 ¼  marple-síróp eða aga­ve-síróp
¾ dl vatn
1 tsk. vanillu­extrakt
½ tsk. möndlu­drop­ar
¾ dl olía 

Hitið ofn­inn í 180°C. Setjið þur­refn­inn í eina skál og vökv­ann í aðra. Blandið sam­an og hrærið í þykkt deig. At­hugið að ef deigið er of fljót­andi til að móta það á plötu þarf að bæta smá­veg­is af spelti sam­an við.

Skiptið í tvo hluta og mótið í tvo hleifa á smjörpapp­írsklædda ofn­plötu 2,5 cm þykkt, 10 x 25 cm á stærð. Bakið 20-25 mín. og  látið þær síðan kólna í 10 mín. Skerið í stang­ir, raðið aft­ur á ofn­plöt­una og bakið í 12-15 mín.

Kök­urn­ar eru viðkvæm­ar þegar þær eru ný­komn­ar úr ofn­in­um en harðna þegar þær kólna. Þær geym­ast í blikk­boxi í nokkr­ar vik­ur. Til­valið að setja í sellóf­an­poka og gefa í jóla­gjöf.

Sirrý í Salteldhúsi ritstýrði áður Gestgjafanum og er framúrskarandi í …
Sirrý í Salteld­húsi rit­stýrði áður Gest­gjaf­an­um og er framúrsk­ar­andi í eld­hús­inu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert