Lúxuslambasteik með pestó og ristuðu grænmeti

Það er nauðsynlegt að fá sér almennilega í gogginn um helgina og þá er eitthvað svo viðeigandi að fá sér góða lambasteik.

Hér gefur líta að uppskrift að lambainnlæri sem engan svíkur og ætti að koma öllum í sannkallað jólaskap.

Steikt lambainnlæri með pestó og ristuðu grænmeti

  • 400 g lambainnlæri
  • 3 msk. olía
  • 8 litlar kartöflur, skornar í tvennt
  • 1 rauðlaukur, saxaður gróft
  • 3 gulrætur miðlungstærð, skornar í tvennt
  • 1 hvítlauksgeiri

Pestó

  • 40 gr. ferskt basil
  • 25 gr. furuhnetur
  • 25 gr. parmesan-ostur
  • 80 ml ólífuolía
  • 1 hvítlauksgeiri

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200 °C. Brúnið kjötið á pönnu í tvær mínútur á hvorri hlið og setjið á bakka ásamt grænmetinu. Steikið í ofni í 30 mín., takið úr ofni og hvílið í 10 mín. Berið ríflegt magn af pestó á kjötið áður en það er borið fram.
  2. Fyrir pestógerðina. Blandið öllu saman í matvinnsluvél og smakkið til með salti og svörtum pipar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka