Þýskur ostadraumur og hvítt jólaglögg

Jólanornirnar eru Arnhildur Valgarðsdóttir, Berta Dröfn Ómarsdóttir, Elsa Waage, Íris …
Jólanornirnar eru Arnhildur Valgarðsdóttir, Berta Dröfn Ómarsdóttir, Elsa Waage, Íris Sveinsdóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir. Haraldur Jónasson / Hari

Hárgreiðslumeistarinn og söngkonan Íris Sveinsdóttir er í miklum metum hjá okkur á Matarvefnum enda rammgöldrótt í eldhúsinu. Íris, ásamt vinkonum sínum sem kalla sig jólanornirnar, heldur jólatónleika í Snorrabúð, sal Söngskólans í Reykjavík 16. og 17. desember. Af því tilefni bauð hún söngsystrum sínum í þýskt jólaglögg og gúmmelaði til að hita upp samhljóminn.

Íris bjó lengi í Þýskalandi og rekur þar enn hárgreiðslustofu svo hæg eru heimatökin í þýskum réttum.

Þessi ostur er í miklu uppáhaldi hjá Írisi.
Þessi ostur er í miklu uppáhaldi hjá Írisi. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

„Spundekäs er þýskt fyrirbæri ættað frá Mainz þar sem ég bjó. Spundekäs er á mállýsku frá Mainz og þýðir ostur sem er í laginu eins og víntunna. Osturinn er borðaður með saltkringlum, saltstöngum eða brauði. Gjarnan þegar góðra vina hópur fær sér bjórglas eða vín er Spundekäs sett á borðið. Ég hef aldrei hitt neinn sem ekki fellur fyrir þessum osti.“

Spundekäs

500 g rjómaostur
5 stórar msk. hreint skyr
5 stórar msk. smjör
5 msk. rjómi
5 tsk. paprikuduft
hvítlauksgeiri (má sleppa)
salt og pipar eftir smekk

Allt sett í matvinnsluvél (hvítlaukurinn fyrst)
Borið fram með fínt söxuðum rauðlauk og saltkringlum, gjarnan paprikudufti stráð yfir.

Hvítt nornaglögg 

Ein flaska hvítvín 
Hálfur lítri eplasafi
100 ml Grand marnier
1 tsk. malað engifer
Ljós kandíssykur (ég nota stevia)
Sítróna 

Allt sett í pott og hitað, í lokin er sítrónusneiðum bætt við en þær ekki hitaðar.

Íris er stórkostlegur kokkur og fjölhæf með meiru.
Íris er stórkostlegur kokkur og fjölhæf með meiru. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari
Jólanornirnar gerðu glögginu góð skil.
Jólanornirnar gerðu glögginu góð skil. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari
Hver vill venjulega ostapinna þegar hægt er að gera nornakústa! …
Hver vill venjulega ostapinna þegar hægt er að gera nornakústa! Saltstöng, ostsneið sem skorið er upp í og bundið saman með graslauk! mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari
Sönghópurinn Jólanornirnar skála og skemmta sér.
Sönghópurinn Jólanornirnar skála og skemmta sér. Haraldur Jónasson / Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert