Einfaldasta bleikja í heimi

Það er Gísli Matth­ías Auðunns­son, sem á fimm eða færri upp­skrift vik­unn­ar og hann tók áskor­un­inni enda átt­um við aldrei von á öðru. Gísli býður upp á bleikju sem er svo ein­föld að kött­ur gæti eldað hana. Svo er hún með ein­dæm­um bragðgóð og því ekki hægt að segja annað en að Gísli hafi náð als­lemmu í áskor­un Mat­ar­vefjar­ins. Gísli skor­ar á Hrafn­kel Sig­ríðar­son, yfir­kokk á Mat­B­ar, og við fylgj­umst spennt með hvort hann tek­ur áskor­un­inni og hvað hann mun reiða fram.

Ein­fald­asta bleikja í heimi

Vista Prenta

Bleikja

  • 4 flök ís­lensk bleikja, bein­hreinsuð
  • 100 g sjáv­ar­salt
  • 1 sítr­óna, börk­ur

Aðferð:

Sítr­ónu­börk­ur rif­inn og ásamt salti stráð yfir bleikj­una og hún geymd þannig í 30 mín. svo skolað af. Með því verður fisk­ur­inn betri & saf­inn helst bet­ur í hon­um. Svo er hann ein­fald­lega bakaður við 180°c í ca. 5 mín.

Lauks­mjör

  • 2 stk. skalot­lauk­ar
  • 2 msk. ca­pers
  • 150 g smjör

Aðferð:

Skalot­lauk­ur saxaðaur og lát­inn krauma í potti með smjöri & ca­pers. Gott er að setja ör­lítið vatn áður en smjöri er bætt við, þá verður það þykkt og gott.

Kart­öflustappa

  • 500 g kart­öflu­smælki
  • 50 g smjör
  • 50 g rjómi

Aðferð:

Kryddað með sjáv­ar­salti og pip­ar.

Aðferð: Kart­öfl­ur eru soðnar í vatni og stappaðar með rjóma & smjöri og kryddaðar með sjáv­ar­salti og pip­ar.

Gísli Matthías Auðunsson tók áskorun Anítu Aspar og leysti hana …
Gísli Matth­ías Auðuns­son tók áskor­un Anítu Asp­ar og leysti hana með sóma. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert