Einfaldasta bleikja í heimi

Það er Gísli Matthías Auðunnsson, sem á fimm eða færri uppskrift vikunnar og hann tók áskoruninni enda áttum við aldrei von á öðru. Gísli býður upp á bleikju sem er svo einföld að köttur gæti eldað hana. Svo er hún með eindæmum bragðgóð og því ekki hægt að segja annað en að Gísli hafi náð alslemmu í áskorun Matarvefjarins. Gísli skorar á Hrafnkel Sigríðarson, yfirkokk á MatBar, og við fylgjumst spennt með hvort hann tekur áskoruninni og hvað hann mun reiða fram.

Bleikja

  • 4 flök íslensk bleikja, beinhreinsuð
  • 100 g sjávarsalt
  • 1 sítróna, börkur

Aðferð:

Sítrónubörkur rifinn og ásamt salti stráð yfir bleikjuna og hún geymd þannig í 30 mín. svo skolað af. Með því verður fiskurinn betri & safinn helst betur í honum. Svo er hann einfaldlega bakaður við 180°c í ca. 5 mín.

Lauksmjör

  • 2 stk. skalotlaukar
  • 2 msk. capers
  • 150 g smjör

Aðferð:

Skalotlaukur saxaðaur og látinn krauma í potti með smjöri & capers. Gott er að setja örlítið vatn áður en smjöri er bætt við, þá verður það þykkt og gott.

Kartöflustappa

  • 500 g kartöflusmælki
  • 50 g smjör
  • 50 g rjómi

Aðferð:

Kryddað með sjávarsalti og pipar.

Aðferð: Kartöflur eru soðnar í vatni og stappaðar með rjóma & smjöri og kryddaðar með sjávarsalti og pipar.

Gísli Matthías Auðunsson tók áskorun Anítu Aspar og leysti hana …
Gísli Matthías Auðunsson tók áskorun Anítu Aspar og leysti hana með sóma. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka