Karamellubollakökur með kaffikremi

Súkkulaðiskrautið var gert með því að nota jólakonfektmót og bræða …
Súkkulaðiskrautið var gert með því að nota jólakonfektmót og bræða dökkt súkkulaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Við smelltum um daginn í dásamlegar súkkulaðibollakökur með dökku myntusúkkulaði. Hér er að finna annað tilbrigði við þá uppskrift en mokkakremið og ristað karamellusúkkulaðið (burnt toffee) gera kökurnar ómótstæðilegar. 

Magnaðar bollakökur

300 g hveiti 
300 g hrá­syk­ur 
200 g karamellusúkkulaði (ég notaði líf­rænt frá Green and Black's)
80 g ósætt kakó 
1½ tsk. lyfti­duft 
1½ tsk. mat­ar­sódi 
1 tsk. salt 
2 egg 
250 ml mjólk 
125 ml olía (ég notaði kó­kosol­íu)
2 tsk. vani­llu­drop­ar 
150 ml soðið vatn

For­hitið ofn­inn í 175 gráður. 

Í stóra skál skal blandað sam­an sykri, hveiti, kakói, mat­ar­sóda, lyfti­dufti og salti. Hrærið þur­refn­un­um sam­an.

Næst fara egg, mjólk, olí­a og vanill­a sam­an við. Hrærið þessu vel sam­an. Að lok­um fer vatnið sam­an við. Deigið verður nokkuð þunnt.

Hellið deig­inu í formin og bakið 15-20 mín­út­ur eft­ir þykkt formanna. Gott er að nota prjón eða tann­stöng­ul til að stinga í kökurnar. Þær eru til­búnar þegar prjónn­inn kem­ur deig­laus út.

Kælið kök­urn­ar í 10 mín­út­ur áður en þær eru fjar­lægðar úr mót­inu. Látið kólna al­veg áður en kremið er sett á.

Smjörkrem Mat­ar­vefjar­ins: 

250 g saltað smjör
250 g flór­syk­ur
120 g rjóma­ost­ur
1 tsk. espresso 

Aðferð:
Þeytið smjörið vel upp (hafið það við stofu­hita þegar þið hefj­ist handa). 
Sáldrið flór­sykr­in­um ró­lega sam­an við. 
Bætið rjóma­ost­i (við stofu­hita) og kaffi sam­an við og þeytið vel. Varist að setja of mikið kaffi því þá fer kremið að skilja sig.

Ó hvað þessar voru góðar!
Ó hvað þessar voru góðar! mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert