Fullkomin helgarsteik með óvæntu „tvisti“

Girnilegt og gómsætt.
Girnilegt og gómsætt. mbl.is

Það góða við steikur er að það er ekkert svo flókið að elda þær. Margur myndi vissulega halda að það væri flókið en það er það bara alls ekki. Þessi uppskrift býður upp á skemmtilegt „tvist“ en það er sítrónumarineringin sem er vandræðalega góð.

Einföld og góð uppskrift sem klikkar ekki.

Grilluð mjaðmasteik með sítrónumarineringu

  • 1 pakki mjaðmasteik eða 2 x 100 gr.
  • 2 msk. ferskur sítrónusafi
  • 2 tsk. sítrónubörkur
  • 1 1/2 tsk. saxað ferskt rósmarín
  • 1 hvítlauksgeiri, saxaður
  • Nýmulinn svartur pipar
  • 60 ml + auka af ólífuolíu

Aðferð:

  1. Blandið sítrónusafa, sítrónuberki, rósmaríni og hvítlauk í matvinnsluvél ásamt olíunni.
  2. Kryddið með salti og svörtum pipar.
  3. Marinerið kjötið í blöndunni í a.m.k. 10 mín.
  4. Grillið eða steikið á háum hita í u.þ.b. 4 mínútur á hvorri hlið.
  5. Grillið eða steikið í 2-3 mínútur á hvorri hlið, hvílið í 5 mín. og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka