Þóra Sigurðardóttir
Margir halda að það sé bara hægt að hægelda kjöt í þar til gerðum sous vide-græjum en það er alls ekki rétt. Hægt er að nota aðferðina á nánast allt eins og Viktor Örn Andrésarson gerir í Sous vide-bókinni sem komin er út. Þar sous vide-ar hann meðal annars grænmeti, fisk, sósur og já... bernaise-sósu.
Hér er uppskrift úr bókinni af humar- og túnfiskvefju sem er alveg hreint mögnuð og mun engan svíkja.
HUMAR- OG TÚNFISKVEFJUR
HUMARVEFJUR
TÚNFISKVEFJUR
Aðferð:
1. Stillið hitajafnarann á 72°C.
2. Veltið túnfiskinum og humrinum upp úr olíu og salti og setjið í sinn hvorn pokann.
3. Eldið humarinn og túnfiskinn í 4 mínútur.
4. Takið úr pokunum, setjið á bakka og notið gasbrennara til að steikja túnfiskinn og humarinn lítillega.
5. Skerið humarinn og túnfiskinn í litla bita og setjið í hvort sína skálina.
6. Saxið restina af hráefninu fyrir humarvefjurnar og svo túnfiskvefjurnar í skálarnar.
7. Takið hveitikökurnar og stingið út litlar, kringlóttar kökur, um 10 cm að þvermáli.
8. Hitið kökurnar í örbylgjuofni eða á pönnu.
9. Deilið salötunum jafnt á milli vefjanna og setjið japanskt majónes ofan á eftir smekk.