Heslihnetu- og súkkulaði-jólatrufflur sem lengja lífið

Gúmmelaði þarf ekki að vera af hinu illa.
Gúmmelaði þarf ekki að vera af hinu illa. Mbl.is/tm

Gúmmelaði og gotterí er víða á borðum í desember og ósjaldan sprettur sykursvitinn út á efri vörinni með tilheyrandi vanlíðan snemma dags. Konfektdunkarnir þjaka aðra hverja kaffistofu og samviskubitin svigna undan áreiti. En hvað er til ráða? 

Jú gott fólk – það er tilvalið að gera heilnæmara góðgæti sem vel má leyfa sér að stelast í mola við og við vitandi að ekki er verið að belgja sig út af aukaefnum og unnum sykri. Þetta konfekt er í miklu uppáhaldi á mínu heimili og stundum sleppi ég því að setja súkkulaði utan um og velti kúlunum upp úr kókosmjöli eða hræri haframjöli saman við. Guðdómlegt í alla staði! 

Hér skiptir þó sköpum að nota heslihnetusmjör, ekki hefðbundið hnetusmjör. Heslihnetusmjörið fæst t.d. í Nettó og kostar rúmar 1.000 krónur en einnig má gera sitt eigið smjör úr heslihnetum.

"Nutella"-konfekt

200 g mjúkar döðlur 
150 g heslihnetusmjör 
50 g kakó 
1 msk. heitt vatn 
200 g 70-85% súkkulaði 
Glimmer – fyrir flippaða 

Setjið döðlurnar í matvinnsluvél eða Vitamixinn ásamt vatni og heslihnetusmjöri. Bætið kakóinu við. Setið deigið í frysti svo auðveldara sé að móta kúlur. Hjúpið með bræddu súkkulaði og skreytið með kökuglimmeri.

Kúlurnar minna óneitanlega á Nutella en eru mun náttúrulegri og …
Kúlurnar minna óneitanlega á Nutella en eru mun náttúrulegri og gómsætari. mbl.is/Tobba Marinós
Heslihnetusmjörskúlurnar eru þær vinsælustu í jólakonfektinu á heimilinu og um …
Heslihnetusmjörskúlurnar eru þær vinsælustu í jólakonfektinu á heimilinu og um leið þær heilnæmustu. Mbl.is/Tobba Marinós
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert