Uppskriftin að þyrnikórónu krists

Takið eftir smáatriðunum. Hér eru meira að segja þyrnar.
Takið eftir smáatriðunum. Hér eru meira að segja þyrnar. Haraldur Jónasson / Hari

Það verður ekki annað sagt um þessa smáköku en að þetta sé eitt það metnaðarfyllsta sem sést hefur. Hún heitir Þyrnikóróna Krists og ef vel er rýnt má sjá af hverju.

Það er Nedilina Ivanova sem á heiðurinn að þessari uppskrift en hún var meðal þeirra fjölmörgu sem sendar voru inn í Smákökusamkeppni KORNAX sem við höfum fjallað um af miklum áhuga hér á Matarvef mbl.

Kökurnar vöktu mikla aðdáun og hér kemur uppskriftin:

Þyrnikóróna Krists
Höfundur: Nedilina Ivanova
Uppskrift ca. 30 kex

Mylsna:

  • 90 gr. KORNAX heilhveiti
  • 70 gr. ljós púðursykur
  • 40 gr. kalt smjör
  • 60 gr. möndluflögur
  • ½ tsk. kanill


Aðferð:

  1. Blandið saman hveiti, sykri, möndluflögum og kanil – hrærið.
  2. Smjöri er bætt út í.
  3. Vinnið hráefni með höndum þar til mylsnan er orðin fín að ykkar mati.


Kexdeig:

  • 110 gr. mjúkt smjör
  • 150 gr. ljós púðursykur
  • 1 egg
  • 3 msk. hrein jógúrt
  • vanilla
  • 1 tsk. kanill
  • 50 gr. möndluflögur
  • 200 gr. KORNAX heilhveiti
  • ½ tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. matarsódi

Aðferð:

  1. Þeytið saman smjör og sykur, bætið eggi og vanillu út í.
  2. Blandið þurrefnum saman í sér skál.
  3. Setjið hveitiblönduna út í smjörblönduna og vinnið vel saman, þar til deigið verður slétt.
  4. Mótið kúlur með skeið, veltið hverri kúlu upp úr mylsnunni.
  5. Mótið kringlótt kex og veltið aftur upp úr mylsnunni. Setjið kökurnar á plötu með bökunarpappír.
  6. Bakið við 170°C í ca. 15 mínútur.
  7. Útbúið kremið á meðan kökurnar kólna.

Krem:

  • 100 gr. við stofuhita
  • 2 eggjahvítur við stofuhita
  • 75 gr. sykur
  • NÓI SÍRÍUS súkkulaði með karamellufyllingu (nota karamellufyllinguna í kremið)

Aðferð:

  1. Stífþeytið eggjahvítur og sykur, bætið við smjöri, einni msk. í einu.
  2. Í lokin bætið við karamellufyllingu, þeytið í marens-krem.
  3. Kælið og smyrjið köldu kremi á kökurnar.
  4. Skreytið með karamelluþyrnum, súkkulaðiblöðum og blómum.


Súkkulaðilaufblöð:

  • NÓI SÍRÍUS súkkulaði með karamellufyllingu, nota súkkulaðið.
  • Laufblöð  þyrnikóróna Krists – má nota hvaða blómablöð sem er.
  • Takið laufblöð og þurrkið vel. Bræðið súkkulaði og penslið á aðra hlið laufblaðanna, látið storkna og fjarlægið laufblöðin.

Karamella fyrir þyrni:

  • 2 msk. sykur
  1. Bræðið sykur á vægum hita í potti, passið að brenni ekki við.
  2. Setjið í þunnar ræmur á bökunarpappír, mótið þyrna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka