Lamb á indverskan máta

Það er fátt betra en lamba­kjöt og hér gef­ur að líta upp­skrift að dá­sam­leg­um rétti sem á ræt­ur sín­ar að rekja til Ind­lands. Um er að ræða ekta helgarmat sem eng­an ætti að svíkja. 

Lamb á indverskan máta

Vista Prenta

Grillaðar ind­versk­ar lamba­medall­í­ur

  • 1 pk. lamba­medall­í­ur
  • 1 rauðlauk­ur, skor­inn í báta
  • 1 tsk. garam masala
  • 1 tsk. brodd­kúmen, mulið
  • 1 tsk. kórí­and­er­duft
  • ½ tsk. chili-duft
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 cm ferskt engi­fer, rifið fínt
  • 2 hvít­lauks­geir­ar, saxaðir
  • Grill­spjót

Aðferð: 

  1. Leggið grill­spjót í bleyti
  2. Blandið krydd­inu, hvít­lauk, engi­fer og olíu í skál. Bætið kjöt­inu við og mar­in­erið í 10 mín.
  3. Þræðið lamb og rauðlauk á spjót og grillið eða steikið í u.þ.b. 5 mín­út­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert