Nýjasta æðið er piparkökur með gráðosti

Svona líta piparkökurnar út með ostinum og döðlunum.
Svona líta piparkökurnar út með ostinum og döðlunum. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Fátt er meira rætt þessa dagana á kaffistofum landsins en piparkökur með gráðosti. Þeir sem hafa ekki skoðun á þessu fyrirbæri eru hreinlega ekki fólk með fólki enda skiptir máli að vera með skoðanir sínar á hreinu – ekki síst þegar kemur að mat.

En já – gráðostur með piparkökur eða öfugt og þetta er bráðvinsælt í Svíþjóð sem er kannski ástæðan fyrir því að læknirinn í eldhúsinu deildi sinni útgáfu af þessum rétti sem er að heltaka landann. Og spennandi er hann...

Döðlurnar maukaðar niður.
Döðlurnar maukaðar niður. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Dásamleg jólaglögg – Jólin jólin alls staðar

– með piparkökum með blámygluosti og döðlum

  • 1 flaska rauðvín
  • 2 msk. jólaglöggsblanda frá Te- og kryddhúsinu
  • 3-5 msk. sykur/síróp/hunang (eftir smekk og víntegund)
  • piparkökur (helst heimagerðar)
  • dýrlingur – jóla/hvít/blámygluostur
  • döðlur

Aðferð:

  1. Setjið vínið í pott ásamt kryddblöndunni og hitið að suðu.
  2. Það er um að gera að nota vín sem manni finnst gott að drekka – en í jólaglögg þarf ekki að nota dýr vín – þar sem það mun þróast með blöndunni og sykrinum sem þið notið til að sæta glöggina.
  3. Þessari hugmynd um að setja ost á piparkökur kynntist ég í Svíþjóð. Þar er vinsælt að setja Saint Agur-blámygluost. Hljómar furðulega en er ljúffengt. Ég prófaði að kaupa Dýrling sem er bæði blá- og hvítmygluostur. Skerið ostinn í bita og raðið á piparkökurnar.
  4. Döðlurnar maukaði ég niður bara með skeið og raðaði svo ofan á ostinn.
Jólaglöggblanda Ragnars.
Jólaglöggblanda Ragnars. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka