Nýjasta æðið er piparkökur með gráðosti

Svona líta piparkökurnar út með ostinum og döðlunum.
Svona líta piparkökurnar út með ostinum og döðlunum. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Fátt er meira rætt þessa dag­ana á kaffi­stof­um lands­ins en pip­ar­kök­ur með gráðosti. Þeir sem hafa ekki skoðun á þessu fyr­ir­bæri eru hrein­lega ekki fólk með fólki enda skipt­ir máli að vera með skoðanir sín­ar á hreinu – ekki síst þegar kem­ur að mat.

En já – gráðost­ur með pip­ar­kök­ur eða öf­ugt og þetta er bráðvin­sælt í Svíþjóð sem er kannski ástæðan fyr­ir því að lækn­ir­inn í eld­hús­inu deildi sinni út­gáfu af þess­um rétti sem er að hel­taka land­ann. Og spenn­andi er hann...

Döðlurnar maukaðar niður.
Döðlurn­ar maukaðar niður. mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son

Nýjasta æðið er piparkökur með gráðosti

Vista Prenta

Dá­sam­leg jólag­lögg – Jól­in jól­in alls staðar

– með pip­ar­kök­um með blá­myglu­osti og döðlum

  • 1 flaska rauðvín
  • 2 msk. jólag­löggs­blanda frá Te- og krydd­hús­inu
  • 3-5 msk. syk­ur/​síróp/​hun­ang (eft­ir smekk og vín­teg­und)
  • pip­ar­kök­ur (helst heima­gerðar)
  • dýr­ling­ur – jóla/​hvít/​blá­myglu­ost­ur
  • döðlur

Aðferð:

  1. Setjið vínið í pott ásamt krydd­blönd­unni og hitið að suðu.
  2. Það er um að gera að nota vín sem manni finnst gott að drekka – en í jólag­lögg þarf ekki að nota dýr vín – þar sem það mun þró­ast með blönd­unni og sykr­in­um sem þið notið til að sæta glögg­ina.
  3. Þess­ari hug­mynd um að setja ost á pip­ar­kök­ur kynnt­ist ég í Svíþjóð. Þar er vin­sælt að setja Saint Agur-blá­myglu­ost. Hljóm­ar furðulega en er ljúf­fengt. Ég prófaði að kaupa Dýr­ling sem er bæði blá- og hvít­myglu­ost­ur. Skerið ost­inn í bita og raðið á pip­ar­kök­urn­ar.
  4. Döðlurn­ar maukaði ég niður bara með skeið og raðaði svo ofan á ost­inn.
Jólaglöggblanda Ragnars.
Jólag­lögg­blanda Ragn­ars. mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert