Fylltar kjúklingabringur með sólþurrkuðum tómötum og mozzarella

Salat með sítrónuolíu, granateplum og fetaosti á vel við.
Salat með sítrónuolíu, granateplum og fetaosti á vel við. mbl.is/TM

Þessi uppskrift er fremur auðveld en alltaf slær hún í gegn. Það má vel bæta við basilíkulaufi ef vill eða rauðu pestói. Með réttinum ber ég yfirleitt fram salat og sætar kartöflur. Og auðvitað gott rauðvín eða hvítvín – helst ítalskt!

Fylltar kjúklingabringur á ítalska mátann
fyrir 4 

4 vænar kjúklingabringur 
4 sneiðar hráskinka – breiðar sneiðar
1 væn mozzarella-kúla eða box með mörgum litlum
1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar (helst grillaðir – til í Hagkaup)
2 msk. olía 
Pipar 
2 msk. furuhnetur 
1 box smá tómatar 
2 msk. balsamiksíróp

Stillið ofninn á 180 gráður.
Hellið olíu í eldfast mót.
Skerið rifu í miðja bringuna þar sem hún er þykkust. Ath ekki á hlið heldur beint ofan á. Leggið 2-3 sólþurrkaðar tómatsneiðar ofan á bringuna, því næst mozzarella (best að rífa hann með höndunum) og klemmið svo bringuna saman. Skinkunni er svo vafið utan um en það er ótrúlegt hvað hún nær að loka bringunum vel.

Piprið svo yfir, setjið aðeins af mozzarella yfir, furuhnetur og balsamiksíróp. Hendið nokkrum tómötum með í partýið og bakið í 35-40 mín. eftir þykkt. 

Fyrirpartý!
Fyrirpartý! mbl.is/TM
Eftir bakstur.
Eftir bakstur. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert