Crème brûlée-skyrís með karamellu og hnetum

mbl.is/Thelma Þorbergs

Thelma Þor­bergs­dótt­ir er eng­inn au­kvisi þegar kem­ur að góm­sæt­um mat og á blogg­inu henn­ar gef­ur að líta þenn­an góm­sæta rétt sem fær hjartað til að slá örar.

Virki­lega áhuga­verð sam­setn­ing þar sem crème brûlée mæt­ir ís­lenska skyr­inu með girni­leg­um af­leiðing­um. Thelma seg­ir að lítið mál sé að gera ís­tert­ur með góðum fyr­ir­vara til að minnka stress og álag síðustu dag­ana fyr­ir jól.

mbl.is/​Thelma Þor­bergs

Crème brûlée-skyrís með kara­mellu og hnet­um

Vista Prenta

Crème brûlée-skyrís með kara­mellu og hnet­um

Um það bil tveir lítr­ar

Inni­hald

  • 5 egg
  • 5 msk. syk­ur
  • 5 dl rjómi
  • 340 g Ísey-skyr, crème brûlée 
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • 170 g púður­syk­ur

Kara­mella

  • 200 g kara­mella (ég notaði Freyju-kara­mell­ur)
  • 1 dl rjómi

Topp­ur

  • 50 g hakkaðar hesli­hnet­ur
  • 100 g dökkt súkkulaði
  • kara­mellusósa

Aðferð

Þeytið eggj­ar­auður og syk­ur sam­an þar til bland­an verður ljós og létt. Blandið púður­sykri var­lega sam­an við með sleif. Þeytið rjóma þar til hann stend­ur og blandið skyr­inu sam­an við rjómann. Blandið rjóma­skyr­blönd­unni sam­an við og hrærið var­lega með sleif ásamt vanillu­drop­um. Stífþeytið eggja­hvít­urn­ar og hrærið sam­an við. Það er ekki nauðsyn­legt að setja eggja­hvít­urn­ar sam­an við ís­inn. Það er um að gera að nýta þær í t.d. mar­en­stoppa eða annað. Það verður hins veg­ar meira úr ísn­um við að blanda þeim sam­an við.  

Setjið ís­inn í hring­laga smellu­form eða það form sem þið viljið nota. Setjið rjóma og kara­mell­ur í pott og bræðið yfir meðal­há­um hita. Gott er að hræra vel svo að kara­mell­urn­ar brenni ekki við. Hellið kara­mell­unni yfir ís­inn og blandið henni sam­an við með því að snúa hníf í hringi í gegn­um ís­inn þar til kara­mell­an hef­ur náð að bland­ast sam­an við.

Topp­ur

Saxið súkkulaðið smátt og setjið ofan á ís­inn ásamt hökkuðum hesli­hnet­um. Þrýstið þeim var­lega niður til að festa þær við ís­inn. Frystið í að lág­marki fimm klukku­stund­ir. Gott er að bera ís­inn fram með kara­mellus­írópi/​sósu og rjóma.

mbl.is/​Thelma Þor­bergs
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert