Thelma Þorbergsdóttir er enginn aukvisi þegar kemur að gómsætum mat og á blogginu hennar gefur að líta þennan gómsæta rétt sem fær hjartað til að slá örar.
Virkilega áhugaverð samsetning þar sem crème brûlée mætir íslenska skyrinu með girnilegum afleiðingum. Thelma segir að lítið mál sé að gera ístertur með góðum fyrirvara til að minnka stress og álag síðustu dagana fyrir jól.
Crème brûlée-skyrís með karamellu og hnetum
Um það bil tveir lítrar
Innihald
Karamella
Toppur
Aðferð
Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif. Þeytið rjóma þar til hann stendur og blandið skyrinu saman við rjómann. Blandið rjómaskyrblöndunni saman við og hrærið varlega með sleif ásamt vanilludropum. Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið saman við. Það er ekki nauðsynlegt að setja eggjahvíturnar saman við ísinn. Það er um að gera að nýta þær í t.d. marenstoppa eða annað. Það verður hins vegar meira úr ísnum við að blanda þeim saman við.
Setjið ísinn í hringlaga smelluform eða það form sem þið viljið nota. Setjið rjóma og karamellur í pott og bræðið yfir meðalháum hita. Gott er að hræra vel svo að karamellurnar brenni ekki við. Hellið karamellunni yfir ísinn og blandið henni saman við með því að snúa hníf í hringi í gegnum ísinn þar til karamellan hefur náð að blandast saman við.
Toppur
Saxið súkkulaðið smátt og setjið ofan á ísinn ásamt hökkuðum heslihnetum. Þrýstið þeim varlega niður til að festa þær við ísinn. Frystið í að lágmarki fimm klukkustundir. Gott er að bera ísinn fram með karamellusírópi/sósu og rjóma.