Yfirliðsvaldandi marengsterta með kókosflögum

Kakan var sérdeilis dásamleg.
Kakan var sérdeilis dásamleg. mbl.is/ÞS

Það er eins gott að borða þessa köku í desember því þessi gleðisprengja verður seint skilgreind sem aðhaldsfóður. 

En dásamleg er hún. Svo dásamleg reyndar að hún vann til verðlauna á jólahlaðborði starfsmanna Árvakurs sem haldið var á dögunum. Það er Sigrún Guðmundsdóttir sem á heiðurinn af uppskriftinni og við þökkum henni að sjálfsögðu kærlega fyrir að vilja deila með þjóðinni.

<b>Marengsterta með kókosflögum</b>
  • 4 eggjahvítur
  • 2 bollar flórsykur
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 2 bollar kornflex
<span><span>Eggjahvítur og flórsykur stífþeytt saman. Kornflexi og lyftidufti bætt út í með sleif.</span></span> <span><span> </span></span> <span><span>Ég teikna fyrir botnunum á bökunarpappír og baka við 150 gráðu hita í klukkutíma (ca. 130 gráður á blæstri).</span></span> <span><span> </span></span> <b>Á milli botna:</b>
  • 2 pelar rjómi
  • 3 kókosbollur
<span><span>Rjóminn þeyttur og kókosbollurnar marðar út í.  <br/></span></span> <span><span> </span></span> <b>Krem ofan á:</b> <span><span> </span></span> <span><span>2 mars og ca. 3 msk. rjómi brætt saman og sett ofan á kökuna.  </span></span> <span><span>Kókosflögum dreift yfir og meðfram kökunni á diskinum.</span></span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka