Flippaðasta smákaka ársins?

Þessar elskur heita Sumar vetrar draumur og hananú!
Þessar elskur heita Sumar vetrar draumur og hananú! Haraldur Jónasson / Hari

Sumir elska súkkulaðibitakökur eða eitthvað í líkingu við það. Þið vitið - einfalt og gott. Svo eru aðrir sem elska að lita út fyrir og baka kökur sem þeir kalla Sumarvetrardraum og eru eitthvað allt annað en hefðbundnar.

Þessi magnaða uppskrift var meðal þátttakenda í smákökusamkeppni KORNAX og við stóðumst ekki mátið og birtum hér uppskriftina. Höfundur hennar er Audrone Sakute. Uppskriftin inniheldur meðal annars ástaraldinsfræ sem er ekki annað hægt en dást að.

Sumarvetrardraumur

Fylling:

  • ¼ bolli ástaraldinsfræ
  • ½ bolli sykur
  • 6 msk. smjör
  • 2 tsk. sítrónusafi
  • 2 lítil egg við stofuhita
  • 1 eggjarauða við stofuhita

Aðferð:

  1. Setjið ástaraldin, sykur, smjör og sítrónusafa í lítinn pott.
  2. Hitið þar til smjörið er bráðið og sykurinn uppleystur.
  3. Þeytið egg og eggjarauðu í skál. Bætið ástaraldinmixinu rólega saman við í mjórri bunu á meðan hrært er. Setjið svo í pott og hitið rólega upp. Hrærið stanslaust í 6 mínútur eða þar til mixið er orðið þykkt.
  4. Setjið í skál, plastfilmu yfir og kælið niður í stofuhita.

Kökur:

  • ½ bolli smjör við stofuhita
  • ¾ bolli sykur
  • 1 eggjarauða
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 1¾ KORNAX hveiti
  • dökkt eða hvítt súkkulaði

Aðferð:

  1. Hrærið smjör, sykur og eggjarauðu með gaffli eða í hrærivél (notið hnoðara).
  2. Bætið hveiti saman við og hrærið áfram þar til allt er vel blandað saman.
  3. Stráið smá hveiti á borð og rúllið deiginu út.
  4. Skerið út kökur ca 5 cm í þvermál.
  5. Setjið kökurnar á pappírsklædda ofnskúffu og kælið í 30 mínútur.
  6. Bakið við 180°C í 8-12 mínútur eða þar til þær verða gullinbrúnar.
  7. Takið út og kælið, setjið fyllingu á hálfa köku og setjið aðra ofan á.
  8. Dýfið kökunum í brætt súkkulaði að eigin vali.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka