Heimagerð hindberjaísterta

Ísterta með hindberjum.
Ísterta með hindberjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ístert­ur eru í miklu upp­á­haldi hjá und­ir­ritaðri. Það er ein­hvers kon­ar blanda af ást á rjómaís og mar­engstert­um en í al­vöru heima­gerðum ís­tert­um er hægt að blanda þessu tvennu sam­an. Það er líka um að gera að blanda því sam­an sem manni þykir gott.

Þú gæt­ir til dæm­is sett hind­berjaís­inn ofan í kókós­botn­inn og súkkulaðið eða öf­ugt. Bragðskyn fólks er nefni­lega mis­jafnt og ef fólk er með ákveðinn upp­skrift­ar­grunn er svo auðvelt að leika sér með rest­ina.

Eld­húsið á alls ekki að vera staður þar sem ein­hver er hlekkjaður við eld­hús­tæki held­ur eig­um við að leika okk­ur í eld­hús­inu, skapa og búa til eitt­hvað nýtt. Gera okk­ar út­gáf­ur af lífs­ins rétt­um.

Heimagerð hindberjaísterta

Vista Prenta

Heima­gerð hind­berjaís­terta

Botn

  • 3 eggja­hvít­ur
  • 50 g púður­syk­ur
  • 100 g möndl­ur sem bún­ar eru að fara nokkra hringi í bland­ar­an­um
  • 1 tsk lyfti­duft
  • 1 tsk epla­e­dik

Eggja­hvít­urn­ar eru stífþeytt­ar og sykr­in­um bætt út í. Þegar deigið er orðið stíft og flott er möndl­uk­urli, lyfti­dufti og epla­e­diki bætt út í. Setjið deigið í smellu­form og notið endi­lega bök­un­ar­papp­ír því þá er þægi­legra að koma ís­tert­unni sam­an.

Botn­inn er bakaður við 150 gráður í 40 mín­út­ur.

Hind­berjaís

  • 3 eggj­ar­auður
  • 50 g púður­syk­ur
  • 3 dl þeytt­ur rjómi
  • 150 g fros­in hind­ber

Þeytið rjómann og setjið til hliðar. Þá næst eru eggj­ar­auður þeytt­ar vel sam­an ásamt púður­sykri. Þegar bland­an er orðin ljós og létt er rjóm­an­um bætt út í og hrært var­lega sam­an við. Í lok­in er frosnu hind­berj­un­um bætt út í rjómann.

Þegar botn­inn er orðinn kald­ur og ís­inn klár er ís­inn sett­ur ofan á botn­inn í smellu­form­inu og hann sett­ur inn í frysti. Það tek­ur í kring­um átta klukku­tíma að láta ís­inn frjó­sa al­menni­lega en þá er hann líka til­bú­inn á borðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert