Jarðarberjaostatertan hans Alberts

Albert Eiríksson, matgæðingur og meistarabloggari með meiru.
Albert Eiríksson, matgæðingur og meistarabloggari með meiru. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þessi kaka er sögð sér­lega fersk og góm­sæt sem er akkúrat það sem við vilj­um. Hún kem­ur úr smiðju Al­berts Ei­ríks­son­ar sem full­yrðir að hún sé jafn­heppi­leg sem eft­ir­rét­ur og kaffimeðlæti. Hann seg­ir jafn­framt að auðvelt sé að minnka syk­ur­magnið veru­lega en upp­haf­lega hafi upp­skrift­in inni­haldið blá­ber í stað jarðarberja.

„Upp­haf­lega upp­skrift­in var með blá­berj­um í stað jarðarberja og heil­um bolla af sykri. Ver­um vak­andi, ekki bara varðandi syk­ur­inn held­ur líka annað sem við lát­um inn fyr­ir okk­ar var­ir.

Best finnst mér að út­búa jarðarberja­fyll­ing­una og smakka hana til áður en hún fer yfir botn­inn. Jarðarber eru mis­sæt – þess vegna er eng­inn syk­ur gef­inn upp í upp­skrift­inni að fyll­ing­unni,“ seg­ir Al­bert og bæt­ir við að gott sé að hafa mascarpo­ne við stofu­hita, þá fari hann síður í kekki.

Jarðarberjaostatertan hans Alberts

Vista Prenta
<b>Jarðarberja­osta­terta</​b>

Botn:

  • 120 g smjör, lint
  • 2/​3 dl dökk­ur púður­syk­ur
  • 2 dl hveiti
  • 2 dl möndlu­f­lög­ur
  • 2 msk. góð matarol­ía
  • 1/​2 tsk. salt.
  • Hrærið sam­an smjöri, púður­sykri, hveiti, möndlu­f­lög­um, matarol­íu og salti. Setjið í ca. 20 cm form og bakið við 175 C í 12-14 mín. Látið kólna í form­inu.
  • Fyll­ing:
  • 1 ds mascarpo­ne (við stofu­hita)
  • 1 tsk. vanilla
  • 1 peli rjómi – þeytt­ur
  • 2 b. fersk ís­lensk jarðarber, skor­in í fernt

Skraut:

  • 1 b. fersk jarðarber
  • 40 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

  1. Þeytið mascarpo­ne og vanillu í hræri­vél. Bætið þeytt­um rjóma og blandið vel sam­an. Setjið jarðarber­in allra síðast og hrærið smá stund. Sykrið ef ykk­ur finnst þurfa.
  2. Setjið botn­inn á tertudisk og hring­inn aft­ur utan um hann.
  3. Setjið fyll­ing­una á botn­inn. 
  4. Skraut: Skerið jarðarber­in í tvennt og setjið ofan á fyll­ing­una. Bræðið súkkulaðið í í vatnsbaði og setjið í plast­poka. Stingið gat á pok­ann með nál og sprautið yfir jarðarber­in.
  5. Geymið í ís­skáp í a.m.k. klst. Losið hring­inn frá með hnífi rétt áður en tert­an er bor­in á borð.
Jarðarberjaostakakan er sérlega girnileg.
Jarðarberja­ostakak­an er sér­lega girni­leg. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert