Glæsileg áramótaterta: skref fyrir skref

Berg­lind Hreiðars­dótt­ir er al­ger snill­ing­ur þegar kem­ur að köku­skreyt­ing­um en hún held­ur reglu­lega nám­skeið í slíkri list. Hún seg­ir að all­ir geti lært að gera glæsi­lega köku, einnig þeir sem eru með 10 þumalputta.

Það geta all­ir gert svona köku fylgi þeir leiðbein­ing­un­um og hafi gam­an af köku­skreyt­ing­um. Þó ber að hafa í huga að æf­ing­in skap­ar meist­ar­ann, svo mögu­lega verður kak­an fal­leg á mis­mun­andi vegu hjá mis­mun­andi ein­stak­ling­um,“ seg­ir Berg­lind hress í bragði, en hér deil­ir hún með okk­ur leiðbein­ing­um sem not­ast má við þegar ára­móta­tert­an er skreytt.

Glæsileg áramótaterta: skref fyrir skref

Vista Prenta

Glæsi­leg ára­móta­terta

Botn­ar

  • 1 x Betty Crocker Devils Food Cake Mix
  • 4 egg
  • 100 ml matarol­ía
  • 250 ml vatn
  • 3 msk. bök­un­ar­kakó
  • 1 pk. Royal-súkkulaðibúðing­ur

Aðferð:

  1. Setjið egg, olíu og vatn í hræri­vél­ina og blandið.
  2. Bætið þá kökumixi og bök­un­ar­kakói sam­an við og hrærið vel, skafið niður á milli.
  3. Að lok­um fer Royal-búðing­ur­inn (aðeins duftið) sam­an við súkkulaðiblönd­una og hrært létt og skafið niður á milli.
  4. Deig­inu skipt í þrjú 15 cm bök­un­ar­form sem búið er að úða vel með matarol­íuúða.
  5. Bakið við 160°C í 25-30 mín­út­ur eða þar til prjónn kem­ur hreinn út.
  6. Kælið botn­ana, jafnið með köku­skera (skerið ofan af topp­un­um) og takið síðan hvern botn í tvennt með köku­sker­an­um. Þannig endið þið með sex þynnri köku­botna og þá er hægt að hefjast handa við skreyt­ing­una.
mbl.is/​Eggert

Súkkulaðismjörkrem

(á milli botna)

  • 125 g smjör (við stofu­hita)
  • 350 g flór­syk­ur
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • 4 msk. pönnu­kökus­íróp
  • 4 msk. bök­un­ar­kakó

Aðferð:

  1. Setjið öll hrá­efn­in nema flór­syk­ur og kakó í hræri­vél­ar­skál­ina og hrærið vel sam­an.
  2. Blandið flór­sykri og kakói sam­an og bætið var­lega út í blönd­una, skafið niður á milli og hrærið þar til kremið er slétt og fellt.
  3. Smyrjið þunnu lagi af kremi á milli botn­anna í fimm lög­um (ekki setja á efsta botn­inn).
  4. Geymið smá­hluta af kremi til að smyrja utan á kök­una með hvíta krem­inu sem er út­búið í næsta skrefi og til þess að setja í sprautu­poka og skreyta topp­inn í lok­in.

Hvítt krem (til að þekja með)

2 x Betty Crocker Vanilla Frost­ing

200 g flór­syk­ur

Aðferð:

  1. Hrærið vel sam­an í hræri­vél þar til hvítt og silkimjúkt.
  2. Setjið smá­hluta strax í sprautu­poka til að eiga fyr­ir skreyt­ingu á toppn­um í lok­in.
  3. Smyrjið örþunnu lagi yfir alla kök­una til að binda alla köku­mylsnu, leyfið að standa og taka sig stutta stund. Þetta skref er mik­il­vægt til að koma í veg fyr­ir að köku­mylsna sjá­ist í krem­inu.
  4. Smyrjið nú öðru og þykk­ara lagi af hvítu kremi á kök­una og reynið að hafa jafnt all­an hring­inn.
  5. Setjið þá smá af súkkulaðikrem­inu hér og hvar yfir hvíta kremið, ým­ist með spraut­unni eða bara með hníf.
  6. Hér er mik­il­vægt að taka spaðann sinn og bleyta ör­lítið (hafa rak­an) og draga krem­in sam­an til að mynda marm­ara­áferðina. Skafa kremið af á milli og bleyta að nýju og halda þannig áfram all­an hring­inn þar til þið hafið fengið það út­lit sem ykk­ur þykir fal­legt.
  7. Setjið kök­una í kæli á meðan þið út­búið ganache.

Ganache

  • 100 g saxað suðusúkkulaði (mjög smátt saxað)
  • 1/​3 bolli rjómi

Aðferð:

  1. Hitið rjómann að suðu, hellið yfir súkkulaðið, leyfið að standa í um tvær mín­út­ur og hrærið svo sam­an með písk/​gaffli. Leyfið hit­an­um aðeins að rjúka úr og setjið því næst á kök­una (muna að þynna með smárjóma ef það verður of þykkt og kæla bet­ur ef of þunnt).
  2. Best að hella aðeins hluta á í einu og stýra því hvernig það lek­ur niður hliðarn­ar og hella svo aðeins meira og fara þannig all­an hring­inn.
  3. Leyfið ganachinu að taka sig aðeins á kök­unni á meðan þið út­búið skrautið.

Skreyt­ing

  • Hjúpsúkkulaði (hvítt og dökk­brúnt)
  • ískex-vindl­ar (fást í Hag­kaup)
  • papparör og stjörn­ur á priki (keypt á AliExpress)
  • Fer­rero Rocher-kúla
  • risa Nóakropp
  • venju­legt Nóakropp
  • köku­skraut, gyllt og hvítt (fæst í Allt í köku)
  • gyllt köku­skreyt­ing­ar­duft og glimmer (fæst í Allt í köku)
  • Af­gangskrem frá kök­unni sett í sprautu­poka með stjörnu­stút­um með þétt­ar tenn­ur.

Aðferð:

  1. Bræðið hjúpsúkkulaði og dreifið á bök­un­ar­papp­ír í nokkr­um skömmt­um (ekki of þunnt samt). Stráið köku­skrauti, glimmeri eða dufti yfir áður en storkn­ar.
  2. Þegar það er storknað takið það þá og brjótið niður eft­ir því sem ykk­ur þykir fal­legt og stingið í kök­una.
  3. Skreytið með öðru köku­skrauti og kremi að vild.
Þegar Berg­lind er spurð að því hvað henni þyki skemmti­leg­ast …
Þegar Berg­lind er spurð að því hvað henni þyki skemmti­leg­ast við ára­mót­in nefn­ir hún til­hlökk­un­ina, auk þess sem henni þyki gam­an að setja sér ný og fersk mark­mið fyr­ir hvert ár. Hún ját­ar að fjöl­skyld­an haldi ekki fast í ákveðnar ára­móta­hefðir, fyr­ir utan að borða góðan mat og hafa gam­an. Mbl.is/​Aðsend
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert