Trylltur Snickers-kaffiís

Snickers-ís er ansi ljúffengur.
Snickers-ís er ansi ljúffengur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ef þér finnst snickers-súkkulaði gott áttu eftir að elska þennan ís. Þú getur líka notað dumle-karamellur í staðinn nú eða bara twix eða eitthvað slíkt.

Snickers-kaffiís

  • 6 eggjarauður
  • 100 g púðursykur
  • 2 stór snickers
  • 6 dl þeyttur rjómi
  • 2-4 tsk. kaffiduft, fer eftir hvort þú vilt hafa mikið eða lítið kaffibragð

Byrjaðu á að þeyta rjómann og setja hann til hliðar. Þá eru eggjarauður hrærðar ásamt púðursykri; þeytið þar til blandan verður létt og ljós. Þá er snickers-súkkulaðið skorið smátt og bætt út í ásamt kaffidufti og þeytt vel saman. Í lokin er rjómanum blandað varlega saman við.

Þegar ísinn er tilbúinn er best að setja hann í box með loki svo það komi ekki frostnálar í hann. Það tekur ísinn um það bil átta tíma að frjósa almennilega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert