Aspassalat með parmesan sem toppar steikina

Brakandi ferskt og bragðgott.
Brakandi ferskt og bragðgott. Mbl.is/TM

Þetta sal­at hent­ar sér­stak­lega vel með inn­bakaðri nauta­lund eða nauta­steik. Á mínu heim­ili er ein græn­met­isæta, hún syst­ir mín, og því legg ég mjög mikið upp úr fjöl­breyttu og ljúf­fengu meðlæti. Þetta sal­at er ein­mitt það. 

Aspassalat með parmesan sem toppar steikina

Vista Prenta

Ítalskt aspassal­at

10 fersk­ir aspas­stöngl­ar
2 msk smjör 
150 g kletta­kál 
par­mesanost­ur 
sítr­ónu­olía 
2 msk furu­hnet­ur, ristaðar 
salt 
pip­ar

Skolið asp­asinn upp úr köldu vatni og þerrið. Skerið trénaða hlut­ann burt. Ef þú ert óviss um hvar hann er trénaður þá er hægt að beygja asp­asinn. Hann brotn­ar rétt fyr­ir ofan skil­in á því trénaða og ótrénaða.

Bræðið smjör á pönnu og létt­steikið asp­asinn í stutt­an tíma á háum hita. Við vilj­um halda í stökk­leik­ann! 

Raðið hon­um á disk, setjið kletta­sal­at yfir, gróf­ar par­mes­an­flög­ur (ég nota skræl­ara) og loks hnet­urn­ar. Dreypið sítr­ónu­olíu yfir og piprið.

mbl.is/​TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert