Villisveppasósa með púrtvínskeim – guðdómlega góð

Hrikalega góð sósa! Hrikalega!!!
Hrikalega góð sósa! Hrikalega!!! mbl.is/TM

Þessi sósa var bor­in á borð með Well­ingt­on-nauta­kjöti á mínu heim­ili fyr­ir skemmstu. Sós­an var klár­lega stjarna kvölds­ins og verður án efa gerð aft­ur með góðu lamba- eða nauta­kjöti.

Villisveppasósa með púrtvínskeim – guðdómlega góð

Vista Prenta
Villt sveppasósa sem tryll­ir

1 lauk­ur
2 msk. smjör
150 g blandaðir svepp­ir (má blanda venju­leg­um, kast­an­íu- og þurrkuðum vill­i­svepp­um sem búið er að láta liggja í vatni)
2 msk. fljót­andi nauta­kjötskraft­ur (eða rúm­ur ten­ing­ur)
1 dl vatn
500 ml rjómi 
1 tsk. ferskt timj­an, lauf­in rif­in af stöngl­in­um 
4 msk. púrt­vín (ég nota Sand­erm­an)
1/​2 tsk. dijon-sinn­ep 
1/​3 tsk. sjáv­ar­salt 
1/​2 tsk. nýmalaður pip­ar
Sósulit­ur ef vill

Saxið lauk­inn og steikið upp úr smjöri. Þegar hann er far­inn að mýkj­ast fara saxaðir svepp­irn­ir sam­an við.

Kraft­ur­inn og vatnið fara því næst í pott­inn og látið malla á væg­um hita í nokkr­ar mín­út­ur eða þar til kraft­ur­inn hef­ur sam­lag­ast inni­hald­inu. Þá fer rjóm­inn út í. Timj­an og sinn­ep fer svo sam­an við. Látið suðuna koma upp og malla í 5 mín­út­ur. Lækkið und­ir og bætið púrt­vín­inu, salti og pip­ar við. Smakkið til og látið malla við lág­an hita í 5 mín­út­ur til að þykkja. Setjið sósulit ef þið viljið dökka sósu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert