Geggjað brokkolísalat með pekanhnetum

Akkúrat salatið sem við þurfum á að halda í fyrsta …
Akkúrat salatið sem við þurfum á að halda í fyrsta mánuði ársins. mbl.is/Thefoodclub.dk

Þá er tími til að létta aðeins á maganum eftir hám síðustu vikna. Hér er frábært brokkolísalat sem hentar eitt og sér eða með öðrum mat. Brokkolí er ekki bara bragðgott, heldur líka frábært grænmeti fullt af B, C og E-vítamínum ásamt járni, kalki og kalsíum. Notið endilega stöngulinn í þessa uppskrift svo ekkert fari til spillis.

Geggjað brokkolísalat með pekanhnetum (fyrir 4)

  • Brokkolí
  • 2-3 msk ólífuolía
  • Salt og pipar
  • 50 g pekanhnetur
  • 100 g fetaostur
  • 50 g rúsínur

Dressing:

  • 2 msk ólífuolía
  • 1 msk rauðvínsedik
  • 1 msk gróft sinnep
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið brokkolí í litla bita og setjið í matvinnsluvél. Hakkið þar til þeir verða fínt saxaðir, næstum eins og hrísgrjón.
  2. Blandið ólífuolíu, salti og pipar við brokkolíið og dreifið úr blöndunni á bökunarpappír á bökunarplötu.
  3. Hakkið pekanhnetur fínt og dreifið út á blönduna.
  4. Bakið við 185° á blæstri í 10-12 mínútur – hrærið af og til í blöndunni á meðan hún bakast.
  5. Pískið saman öll hráefnin í dressinguna.
  6. Leyfið blöndunni að kólna og bætið þá fetaosti og rúsínum saman við. Því næst blandast dressingin saman við salatið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert