Alda María Ingadóttir, íþróttafræðingur og þjálfari í Hreyfingu, er orkumikil og jákvæð fyrir nýju ári. Alda kennir einnig hiphop dans og eldri borgurum stóla- og vatnsleikfimi en hún hættir ekki þar því hún er einnig öflug í eldhúsinu og deilir hér girnilegum uppskriftum í hollari kantinum sem gott er að styðjast við nú í janúar þegar margir ákveða að byrja árið með bættum lífsstíl.
Fyrir þá sem vilja fylgjast með Öldu má finna hana á samfélagsmiðlum undir aldawellness.
Sætkartöflu-borgari 4 stk
Kartöfluskífur
1-2 stórar sætar kartöflur
0,5 dl ólífuolía
1 tsk hvítlauksduft
¼ tsk svartur pipar
1/3 tsk gróft salt
Borgarar
500 gr hakk
½ -1 tsk hvítlauksduft
½ tsk gróft salt
½ tsk grófur pipar
1 egg
Á milli
Hvítlauks aioli sósa (til dæmis frá Gestus)
Klettasalat
Grænmeti að vild (agúrka, tómatur, paprika, steiktir sveppir)
Kartöfluskífur:
Blandið olíunni og kryddinu saman. Hitið pönnu á háum hita.
Skerið niður stóra sæta kartöflu í átta eins cm þykkar sneiðar og penslið dressingunni á b áðar hliðar. Kartöflurnar eru steiktar á hvorri hlið í 5-10 mínútur. Hægt er að steikja þær allan tímann á pönnu, setja þær á grill eða í ofn. Gott er að setja þær á grill eða pönnu til að fá stökkari áferð að utan.
Borgarar:
Blandið hakkinu og kryddunum saman í skal. Hrærið eggið saman og hella því út í hakkið. Hnoðið vel saman og skiptið svo í 4 hluta. Blöndunni er hnoðað saman í kúlur og þær flattar út með lófunum eða hamborgarapressu. Borgararnir eru steiktir á pönnu eða grilli eftir smekk. Varist að ofsteikja, gott er að hafa borgarann léttbleikan í miðjunni.